Fyrirtækið 

Megintilgangur KPMG á Íslandi er að veita fyrirtækjum og einstaklingum á Íslandi sérhæfða þjónustu á sviði endurskoðunar og ráðgjafar sem grundvallast á áreiðanleika, ítrustu fagmennsku og öryggi. Vel þjálfað starfsfólk er opið fyrir innlendum og erlendum straumum nýrrar þekkingar og byggir allt sitt starf á að viðskiptavinurinn sé í fyrirrúmi.


KPMG ehf. var stofnað 4. september 1975. Samkvæmt samþykktum félagsins er tilgangur þess að annast hvers konar endurskoðunar- og ráðgjafarþjónustu. Hluthafar í félaginu eru 36 og eru allir starfandi í félaginu.

 

Stjórnskipulag félagsins er tilgreint í samþykktum þess og samkvæmt þeim fara eftirfarandi með stjórn KPMG ehf.:

 

Hluthafafundir.
Stjórn félagsins.
Framkvæmdastjóri.

 

Stjórn félagsins er skipuð fimm mönnum og eru þeir allir hluthafar. Stjórnina skipa eftirfarandi:

 

  • Svanbjörn Thoroddsen, stjórnarformaður
  • Símon Á. Gunnarsson, varaformaður
  • Helga Harðardóttir
  • Sigurður Jónsson
  • Soffía Eydís Björgvinsdóttir

Framkvæmdastjóri félagsins, Jón Sigurður Helgason, er hluthafi.

 

KPMG á Íslandi er skipt í þrjú svið. Þau eru:
Endurskoðunarsvið, sviðsstjóri er Guðný Helga Guðmundsdóttir. Innan endurskoðunarsviðs starfar uppgjörs- og bókhaldssvið sem Eyvindur Albertsson veitir forstöðu.
Ráðgjafarsvið, sviðsstjóri er Benedikt K. Magnússon.
Skatta- og lögfræðisvið, sviðsstjóri er Alexander Eðvardsson.

 

Gildi KPMG

Gildi KPMG

Eitt af því sem starfsmenn KPMG eiga sameiginlegt eru gildi (e. values) KPMG sem yfirstjórn þess hefur kynnt. Hér eru gildin í íslenskri þýðingu:

 

Við erum góð fyrirmynd
Við vinnum saman
Við virðum hvert annað
Við kryfjum mál til mergjar
Við erum opin og einlæg í samskiptum
Við erum ábyrgir og virkir þjóðfélagsþegnar
Allt sem við gerum endurspeglar heilindi