Umræðan um mannréttindi í viðskiptalífinu hefur verið í brennidepli auk þess sem aukin áhersla er á mannréttindi í regluverki.

Á viðburði KPMG og UN Global Compact á Íslandi þann 15. apríl n.k. verður fjallað um lágmarksviðmið flokkunarreglugerðar Evrópusambandsins um umhverfislega sjálfbæra atvinnustarfsemi. Skoðað verður hvernig lágmarksviðmið reglugerðarinnar tengjast tíu meginmarkmiðum UN Global Compact auk þess sem sérstaklega verður fjallað um lágmarksviðmið sem snúa að mannréttindum. Auk fræðsluerinda frá sérfræðingum KPMG verður fjallað um reynslu Advania af lágmarksviðmiðunum. Opið verður fyrir spurningar í lokin.

Dagskrá:

  • Lágmarksviðmið EU taxonomy og meginmarkmið UN Global Compact
    Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, verkefnastjóri hjá KPMG á Íslandi.
  • Hver eru lágmarksviðmiðin í mannréttindum?
    Kristiina Kouros, forstöðumaður hjá KPMG í Finnlandi.
  • Leiðin að lágmarksviðmiðunum
    Þóra Rut Jónsdóttir, forstöðumaður sjálfbærni hjá Advania.

Fundarstjóri er Auður Hrefna Guðmundsdóttir, svæðisstjóri UN Global Compact á Íslandi.

Hvenær: 15. apríl 2024
Klukkan hvað: 12:00-13:00
Hvar: Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35
Hvernig: Í eigin persónu og í streymi.

informative image