Endurskoðun og reikningsskil 

Það er markmið KPMG á Íslandi að vera leiðandi á sviði reikningsskila og endurskoðunar. Helstu verkefni endurskoðunarsviðs KPMG á Íslandi eru:

 

  • Áritanir á ársreikninga, árshlutareikninga og önnur staðfestingavinna.
  • Reikningsskilaleg aðstoð

    Örar breytingar á öllum sviðum samfélagsins bæði innanlands og á alþjóðavettvangi gera miklar kröfur til starfsfólks okkar, aðferðafræði og kerfa um að unnt sé að bregðast skjótt við breytingum til að tryggja viðskiptavinum okkar bestu fáanlega endurskoðunarþjónustu á hverjum tíma.

     

    Endurskoðunaraðferðir KPMG eru í stöðugri þróun í takt við breytingar í umhverfi og þá áhættu sem rekstur viðskiptavina okkar stendur frammi fyrir hverju sinni. Sérhæfing eftir atvinnugreinum er vaxandi innan KPMG en með slíkri sérhæfingu reynum við að tryggja að viðskiptavinir okkar hafi í höndum þær upplýsingar sem best eru til þess fallnar að byggja ákvarðanir á.

Endurskoðun

Það er markmið KPMG að veita endurskoðun í hæsta gæðaflokki. Það krefst þess að endurskoðandinn sé áhættumiðaður við skipulag vinnu sinnar, þjónustulundaður, bregðist fljótt við breytingum og vinni á skilvirkan hátt.

Reikningsskil

KPMG leggur mikla áherslu á að veita viðskiptavinum sínum bestu mögulegu ráðgjöf varðandi reikningshaldsleg málefni.

Sviðsstjóri endurskoðunarsviðs

Sviðsstjóri endurskoðunarsviðs

Guðný Helga Guðmundsdóttir

Partner og sviðsstjóri endurskoðunarsviðs

Sími 545 6091

Netfang: ghgudmundsdottir@kpmg.is