Hvað er Vitinn?

Öll fyrirtæki eða stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri þurfa að uppfylla skyldur sem lagðar eru á þau með lagaákvæði um lög um vernd uppljóstrara. Vitinn er örugg og notendavæn lausn fyrir tilkynningar um lögbrot og ámælisverða háttsemi innan fyrirtækja og stofnana. Vitinn auðveldar viðskiptavinum að uppfylla þær skyldur sem lagðar eru á fyrirtæki og stofnanir með lögum um vernd uppljóstrara.

Hvers vegna er Vitinn mikilvægur?

Tilgangur Vitans er að skapa öruggann vettvang til að koma tilkynningum um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi á framfæri. Öruggt ferli fyrir slíkar tilkynningar getur dregið úr líkum á misferli, sparað fjármagn og minnkað líkur á neikvæðri umfjöllun sem skaðað getur ímynd fyrirtækisins. Mikilvægt er að starfsfólk þori að láta vita af misferli innan síns fyrirtækis eða stofnunar og geti gert það með einföldum og öruggum hætti.

Uppfylltu lög um vernd uppljóstrara


Þú gerir Vitann aðgengilegan eins og þér finnst best, gegn sanngjörnu verði sjáum við um rest. Hægt er að gera Vitann aðgengilegan fyrir starfsfólk með einföldum hætti á innri og ytri vefsvæðum þínum og aðlaga útlit eftir þínum þörfum.


Teymi sérfræðinga


Sérfræðingar okkar taka við ábendingum, rannsaka hvert tilvik og tryggja úrlausn í samráði við viðskiptavin. Alþjóðlegt teymi sérfræðinga KPMG getur aðstoðað ef þörf krefur.


Einföld innleiðing


Með okkar þjónustu getur þú boðið starfsfólki upp á skilvirkan, öruggan og stafrænan vettvang, sem stenst reglur um GDPR, til að koma tilkynningum á framfæri.


Svona virkar Vitinn

Ferli Vitans

Þjónustan

  • KPMG veitir örugga stafræna lausn sem stenst allar kröfur um persónuvernd (GDPR)
  • Stafræn lausn sem er aðgengileg allan sólarhringinn
  • Viðskiptavinur fær sinn eigin hlekk á vef
  • Viðskiptavinur getur fylgst með lifandi mælaborði um stöðu mála
  • Viðskiptavinur greiðir mánaðarlega fyrir þjónustuna og verð er ákveðið eftir umfangi og fjölda notenda

Ferlið

  • Sérfræðingur KPMG skráir að tilkynning hafi borist og staðfesting á móttöku er send til tilkynnanda innan sjö daga frá skráningu hennar
  • KPMG skoðar og metur málið
  • Endanlegt mat er sent til viðskiptavinar
  • KPMG heldur tilkynnanda upplýstum um gang ferlisins, kjósi hann þess

Upptaka frá morgunfundi 22. nóvember

Nánari upplýsingar um Vitann og lög um vernd uppljóstrara má nálgast með því að hlaða niður PDF skránni.

Var það eitthvað fleira?

Ráðgjafar KPMG styðja fyrirtæki og stofnanir við að taka skilvirkari ákvarðanir, bæta og straumlínulaga rekstur, draga úr áhættu, auka arðsemi, skapa verðmæti og auka samkeppnishæfni. Kynntu þér frekara þjónustuframboð KPMG hvað varðar áhættustjórnun.