Details

  • Type: KPMG information
  • Date: 12/13/2013

Leiðbeiningar vegna rafrænnar útgáfu Handbókar stjórnarmanna 

Leiðbeiningar vegna kaupa á rafrænni útgáfu af Handbók stjórnarmanna.

1. Leiðbeiningar fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Áður en þú kaupir rafbók í fyrsta sinn þarftu að fá rétt forrit í græjuna þína. Það tekur stutta stund og þú þarft aðeins að gera þetta einu sinni:

  • Sæktu smáforritið Bluefire Reader í græjuna þína, það gerir þú í gegnum App-búðina. Forritið er ókeypis. (Ef þú hefur sótt þér smáforritið Aldiko þá virkar það einnig mjög vel).
  • Skráðu þig sem notanda hjá Adobe og fáðu notandanafn, Adobe ID, til að geta flutt rafbækurnar milli tækja, t.d. tölvu og lestölvu. Smelltu hér til að fá Adobe ID.
  • Síðan virkjar þú notandanafnið þitt inn í forritinu Bluefire Reader. Þá getur þú keypt og lesið rafbækur í gegnum lesarann þinn.
  • Þegar þú ert búin að ganga frá pöntun þinni á rafbókinni færðu sendar upplýsingar um Handbók stjórnarmanna og niðurhalshlekk í tölvupóst. Þegar þú smellir á hlekkinn opnast rafbókin í bókasafninu þínu og þú getur byrjað strax að lesa.

 

2. Leiðbeiningar fyrir aðrar tölvur og lesbretti
Áður en þú kaupir rafbók í fyrsta sinn þarftu að fá rétt forrit í græjuna þína. Það tekur stutta stund og þú þarft aðeins að gera þetta einu sinni:

  • Sæktu Adobe Digital Editions en það er ókeypis forrit sem notað er til að lesa rafbækur. Smelltu hér til að hlaða því niður.
  • Skráðu þig sem notanda hjá Adobe og fáðu notandanafn, Adobe ID, til að geta flutt rafbækurnar milli tækja, t.d. tölvu og lestölvu. Smelltu hér til að fá Adobe ID. Þegar þú ert búin að hlaða Adobe Digital Edition niður í tölvuna og ert komin/n með Adobe ID þá virkjar þú forritið með því að fara í Help / Library og velja Authorize Computer. Þetta þarf einnig að gera við önnur tæki sem á að nota. Þú getur lesið rafbækurnar þínar á þeim tækjum sem þú virkjar með Adobe-notandanafninu þínu.
  • Þegar gengið hefur verið frá kaupunum færðu sendar upplýsingar um Handbókina og niðurhalshlekk í tölvupóst. Þegar þú smellir á hlekkinn opnast rafbókin í bókasafninu þínu og þú getur byrjað strax að lesa.

 

Tæknikröfur fyrir PC tölvur:
Windows 7, Windows Vista, XP (útgáfa 2 eða 3)
Internet Explorer 6, 7, 8 eða Firefox Adobe Flash Player 9

 

Tæknikröfur fyrir Mac tölvur:
MacOS 10.4.10, 10.5, 10.6 (Intel) – 10.4.10, 10.5 (PowerPC)
Safari 2.0.4, Firefox 2 Adobe Flash Player 8 eða 9

 

3. Af hverju er ekki hægt að lesa Handbók stjórnarmanna með Kindle lestrartölvum?
Skýringin er í raun afar einföld. Amazon er bóksali sem jafnframt selur Kindle lestrartölvur. Þeir vilja ekki að aðrir bóksalar selji bækur inn á þeirra tæki.


Kindle lestrartölvur taka því aðeins skráarsniðum sem Amazon notast við en ekki við öðrum almennum skráarsniðum sem notast er við í rafbókargerð (.ePub). 

4. Spurt og svarað um rafbækur
Hvað er rafbók?
Rafbók er í grunninn textaskrá sem þú hleður inn í tölvuna þína. Þú getur lesið bókina í tölvunni eða sent hana áfram í lestölvu. Innihald rafbóka er í grunninn það sama og hefðbundinna bóka en rafbókartæknin býður upp á fleiri möguleika. Ekki er hægt að hlusta á rafbækur, þ.e. rafbækur eru ekki það sama og hljóðbók og ekki hægt að afrita á disk. Rafbækurnar okkar eru öryggisvarðar með Adobe öryggistækni.


Á hvernig formi eru rafbækur?
Við notum útbreiddan alþjóðlegan staðal sem nefnist EPub. Það form býður upp á sveigjanleika, það er t.d. hægt að lesa rafbækurnar í mörgum ólíkum tækjum, með mismunandi upplausn og skjástærð.


Hvað er lestrarforrit?
Áður en þú getur lesið rafbók frá okkur í tölvunni þinni þarftu að sækja þér lestrarforrit. Það er ókeypis forrit sem má nálgast á netinu netinu (sjá hlekk). Með því getur þú lesið bækurnar í tölvunni þinni eða fært rafbækur yfir á lestölvur. Lestrarforritið er nauðsynlegt því að flestar rafbækur eru öryggisvarðar og þess vegna þarf forrit til að þær opnist rétt. Náðu í ókeypis lestrarforrit hér.


Hvernig kaupi ég rafbók?
Þú getur keypt rafbækur hér á heimasíðu Forlagsins, eins og aðrar hefðbundnar bækur. Þú velur þér bók og greiðir með greiðslukorti (ath. að ekki er hægt að greiða fyrir rafbækur með millifærslu eða póstkröfu). Þegar búið er að ganga frá greiðslunni færðu sendan hlekk sem inniheldur upplýsingar um rafbókina þína. Þú smellir á hlekkinn og forritið opnar rafbókina í bókasafninu þínu – ef það gerist ekki sjálfkrafa getur þú fundið bókina í tölvunni þinni, hægrismellt á hana og valið „Open with Adobe Digital Editions“.


Hvað er Adobe ID?
Með notendanafni Adobe ID skráir þú hvaða tölva það er sem tekur við rafbókinni og getur í framhaldinu flutt rafbækurnar þínar milli tækja, t.d. í spjaldtölvur og síma. Smelltu hér til að fá notendanafn / Adobe ID.

 

Hvernig flyt ég rafbækurnar mínar milli tækja?
Með forritinu Adobe Digital Editions getur þú sett rafbækurnar þínar í allt að fimm tæki. Þú notar Adobe ID notendanafnið þitt til að skrá þig inn í mismunandi tæki. Þegar þú ert búin/n að skrá þig inn í hvert tæki fyrir sig getur þú flutt bækur á milli með því að velja „My Digital Editions“ undir „My Documents“.


Hvað er DRM (afritunarvörn)?
DRM (Digital Rights Management) er aðgangsstýring til að koma í veg fyrir misnotkun og ólöglega dreifingu á höfundarréttarvörðu efni.


Hef ég skilarétt á rafbókum?
Athugið að ekki er hægt að skila rafrænni bók ef búið er að sækja rafrænt eintak bókarinnar!


Get ég sótt rafbókina oftar en einu sinni?
Þegar þú hefur hlaðið rafbókinni inn í tölvuna þína getur þú ekki notað hlekkinn aftur.


Afritun
Þú getur ekki afritað rafbækurnar þínar – en þú getur flutt þær á milli tækja. Þú getur sett upp rafbókasafnið þitt í allt að fimm tölvum.