Details

  • Type: Publication series
  • Date: 2/11/2014

Könnun meðal stjórnarmanna 2013 

KPMG og Félagsvísindasvið Háskóla Íslands kynna nú í þriðja sinn niðurstöður Könnunar meðal stjórnarmanna. Könnunin var fyrst lögð fyrir íslenska stjórnarmenn árið 2011 og hefur það að markmiði að kortleggja nokkur lykilatriði varðandi stjórnarmenn og störf stjórna á Íslandi.

 

Meginmarkmið með könnuninni er að kanna starfshætti, verkefni og starfsumhverfi stjórna sem og samskipti, reynslu og menntun stjórnarmanna. Ennfremur er markmiðið að kortleggja viðhorf til laga um 40% lágmarkshlutfall hvors kyns í stjórnum sem tóku gildi 1. september 2013.

 

Það er von KPMG og Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands að niðurstöður könnunarinnar muni veita íslensku viðskiptalífi gagnlegar upplýsingar um stjórnarmenn og störf stjórna almennt.

 

Framkvæmd könnunarinnar
Send var beiðni um þátttöku til 205 félaga og 27 lífeyrissjóða. Alls fengu 905 stjórnarmenn þátttökubeiðni og 339 stjórnarmenn tóku þátt í könnuninni. Svarhlutfallið var því 37%. Á meðal þessara félaga eru framleiðslu- og þjónustufyrirtæki sem eru á lista Frjálsrar verslunar yfir 300 stærstu fyrirtækin á Íslandi árið 2012, fjármálafyrirtæki og vátryggingafélög. Kynjahlutfall þátttakenda var 41% konur og 59% karlar (kynjahlutfall þeirra sem fengu beiðni um þátttöku í könnuninni er 33% konur og 67% karlar). Stjórnarmenn voru beðnir um að svara með ákveðið félag eða lífeyrissjóð í huga.


Atvinnugreinunum er skipt í fjóra flokka eins og gert var árin 2011 og 2012; framleiðslufyrirtæki, þjónustufyrirtæki, fjármálafyrirtæki/vátryggingafélög og lífeyrissjóðir. Vegna fámennis eru vátryggingafélögin áfram flokkuð með fjármálafyrirtækjum til að koma í veg fyrir að svör stjórnarmanna geti orðið rekjanleg.

Download Now
PDF files require Adobe Reader to view

Skýrslan
KPMG hefur nú birt skýrslu um niðurstöður Könnunar meðal stjórnarmanna 2013 og er hægt að nálgast hana hér (pdf 1,4 MB).


Vakin er athygli á áhugaverðum niðurstöðum á bls. 6-13.


 

Á bls. 14 má síðan sjá samantekt yfir hinn íslenska stjórnarmann, byggða á algengustu svörum þeirra stjórnarmanna sem tóku þátt í könnuninni.

 

 

Deila þessu

Share this

Nánari upplýsingar veitir

Berglind Ósk Guðmundsdóttir

Verkefnastjóri

Ráðgjafarsviði

S:545-6149

bgudmundsdottir@kpmg.is