Details

  • Type: Survey report
  • Date: 7/6/2012

Könnun meðal íslenskra stjórnarmanna 2012 

Ert þú að verja meiri tíma í stjórnarstörf eða er menntun þín sambærileg við aðra stjórnamenn? Þessum og öðrum áhugaverðum spurningum um störf stjórna og stjórnarmanna er að finna í könnun KPMG um starfshætti þeirra.

KPMG hefur undanfarin ár unnið með félögum og stjórnum þeirra með margvíslegum hætti að bættum stjórnarháttum, t.d. með útgáfu „Handbókar stjórnarmanna“ sem fengið hefur góðar undirtektir. Við vildum halda áfram á sömu braut og í því skyni ákvað KPMG í fyrra að framkvæma könnun meðal íslenskra stjórnarmanna. Könnunin var fyrst og fremst hugsuð sem tilraun til að kortleggja hinn íslenska stjórnarmann og stjórnarstörf hans og teljum við að niðurstöðurnar gefi vísbendingar um hvernig stjórnarmenn á Íslandi eru í dag, hvaða reynslu og menntun þeir hafa og ýmsar aðrar upplýsingar varðandi stjórnarstörf þeirra.

 

KPMG og Félagsvísindasvið Háskóla Íslands munu í ár standa saman að framkvæmd könnunarinnar. Markmið samstarfsins er að afla upplýsinga um íslenska stjórnarmenn og störf þeirra. Til stendur að greina upplýsingarnar m.a. með tilliti til lagasetningar um hlutfall hvors kyns í stjórnum hlutafélaga, einkahlutafélaga, opinberra hlutafélaga, samlagshlutafélaga og lífeyrissjóða sem tekur gildi 1. september 2013 og meta síðan áhrifin af breyttu lagaumhverfi.

 

Þeir stjórnarmenn sem beðnir eru um að taka þátt í könnuninni eru stjórnarmenn hjá:

  • 300 stærstu fyrirtækjum landsins á árinu 2011 samkvæmt lista Frjálsrar verslunar
  • Vátryggingarfélögum
  • Fjármálafyrirtækjum
  • Lífeyrissjóðum 

 

 

Frekari upplýsingar:

Frekari upplýsingar um könnunina og framkvæmd hennar má nálgast hjá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur

Netfang: bgudmundsdottir@kpmg.is

Niðurstöður könnunar meðal ísl. stjórnarmanna 2012

Niðurstöður úr könnun KPMG meðal íslenskra stjórnarmanna frá árinu 2012 má nálgast hér (pdf 2 MB).

Niðurstöður könnunar meðal stjórnarmanna 2011

Niðurstöður úr könnun KPMG meðal íslenskra stjórnarmanna frá árinu 2011 má nálgast hér.