Details

  • Type: Survey report
  • Date: 10/13/2011

Niðurstöður könnunar meðal íslenskra stjórnarmanna 2011 

KPMG hefur undanfarin ár unnið með félögum og stjórnum þeirra með margvíslegum hætti að bættum stjórnarháttum, t.d. með útgáfu „Handbókar stjórnarmanna“ sem fengið hefur góðar undirtektir. Við viljum halda áfram á sömu braut og í því skyni ákvað KPMG síðastliðið sumar að framkvæma könnun meðal íslenskra stjórnarmanna. Alls fengu 814 einstaklingar beiðni um þátttöku og tóku 280 stjórnarmenn þátt í könnuninni. Um er að ræða stjórnarmenn hjá fjármálafyrirtækjum, vátryggingafélögum, lífeyrissjóðum og framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum sem eru á lista Frjálsrar verslunar yfir 300 stærstu fyrirtækin á Íslandi á árinu 2010.

Skýrsla um niðurstöður könnunar
Download Now
PDF files require Adobe Reader to view

Könnunin er fyrst og fremst hugsuð sem tilraun til að kortleggja hinn íslenska stjórnarmann og stjórnarstörf hans og teljum við að niðurstöðurnar gefi vísbendingar um hvernig stjórnarmenn á Íslandi eru í dag, hvaða reynslu og menntun þeir hafa og ýmsar aðrar upplýsingar varðandi stjórnarstörf þeirra.