Details

 • Type: Publication series
 • Date: 10/13/2010

Berglind Ósk Guðmundsdóttir

Sími: 545  6149

Netfang: bgudmundsdottir@kpmg.is

Handbók stjórnarmanna 

Handbók stjórnarmanna
Umfjöllun um stjórnarhætti hefur sjaldan verið eins mikil og nú eftir undangengnar hræringar í efnahagslífinu. Ýmsar spurningar hafa vaknað um stjórnarhætti sem hafa viðgengist í íslensku atvinnulífi og er viðskiptasiðferði í mörgum tilvikum dregið í efa. Samfélagið kallar á breytt vinnulag hjá félögum og að stjórnarmenn og stjórnendur axli ábyrgð á gerðum sínum.

 

Nýjar áherslur kalla á nýtt verklag og því hefur KPMG, í samstarfi við Landssamtök lífeyrissjóða, Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð Íslands, gefið út Handbók stjórnarmanna.

Með samantekt og útgáfu handbókar af þessu tagi er verið að taka saman á einn stað yfirlit yfir hlutverk, ábyrgð og skyldur stjórnarmanna. Slík handbók mun nýtast stjórnarmönnum félaga í störfum sínum, veita þeim aukið öryggi og leiða til betri stjórnarhátta í íslensku atvinnulífi.

Handbókin tekur mið af leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq OMX Iceland hf. og Samtök atvinnulífsins gáfu út árið 2009, eftir því sem við á.

Stjórnarmenn þurfa að hafa góða yfirsýn yfir starfsemi félagsins og tekur uppbygging handbókarinnar mið af því. Kaflaheiti handbókarinnar eru eftirfarandi:

 

 • Ertu að taka sæti í stjórn?
 • Hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna
 • Hlutverk stjórnar
 • Almenn atriði um störf stjórna
 • Árangursríkir stjórnarfundir
 • Hluthafafundir
 • Framkvæmdastjóri
 • Undirnefndir stjórnar
 • Innra eftirlit og áhættustýring
 • Stefnumótun
 • Ársreikningur og samstæðureikningur
 • Viðskiptasiðferði

 

 

Auk þess er í viðaukum fjallað um auknar kröfur sem gerðar eru til fjármálafyrirtækja, vátryggingafélaga, lífeyrissjóða og félaga með skráð hlutabréf eða skuldabréf.

Í upphafi hvers kafla er samantekt sem ber heitið ,,Hættumerki". Þar er upptalning á háttsemi eða aðgerðum sem geta haft slæm áhrif á starfshætti og/eða starfsemi félagsins. Ef stjórnarmenn verða varir við slíka háttsemi eða ákvarðanir innan félagsins ættu þeir ekki að leiða þær hjá sér heldur staldra við, meta áhrifin og bregðast við.

Í lok hvers kafla er svo að finna samantekt á atriðum sem stjórnarmenn ættu að hafa í huga. Það eru einkum spurningar sem þeir ættu að spyrja sjálfa sig, aðra stjórnarmenn, framkvæmdastjóra og/eða stjórnendur um hin ýmsu málefni.

 

 

 

Vinsamlegast sendið fyrirspurnir og pantanir á netfangið handbokstjornarmanna@kpmg.is

 

Gerast áskrifandi

Viltu gerast áskrifandi að völdu efni og fá tölvupóst þegar nýtt efni býðst á þessari síðu.

 

Ertu áskrifandi? Innskráning

 

Ekki í áskrift? Skráðu þig hér