Skattatíðindi 56. tbl. febrúar 2013 

Í Skattatíðindum er sem fyrr fjallað á einfaldan og hnitmiðaðan hátt um það helsta sem er á döfinni í málefnum tengdum sköttum. Í tölublaðinu að þessu sinni er m.a. fjallað dóma varðandi skattlagningu óheimilla lána starfsmanna, ákvörðun á skattalegu heimilisfesti, mismunun og refsiábyrgð vegna rangra skattskila. Einnig er fjallað um þrjá úrskurði yfirskattanefndar sem fjalla um réttindanautn við arðsúthlutun, skattlagningu áfallinna en ógreiddra vaxta og skatt á tekjur frá félagi staðsettu í lágskattaríki. Að lokum verður komið inn á alþjóðlegan skattarétt hvað varðar álit ESA um samruna yfir landamæri.

Dómar
Skattlagning óheimilla lána til starfsmanna
Ákvæði þess efnis að lán til hluthafa skuli skattleggjast líkt og laun samræmist stjórnarskrá.

 

Heimilisfesti
Skattaðili talinn hafa skattalega heimilisfesti á Íslandi, m.a. vegna þess að dvalið var lengur á Íslandi en erlendis og fjölskylda hans átti og hélt heimili á Íslandi.

 

Mismunun
Ekki talið að ívilnandi skattalagaákvæði væri í andstöðu við stjórnarskrá. Hæstiréttur tók fram að löggjafinn hafi víðtækt vald til að ákveða undanþágur frá skattskyldu.

 

Refsiábyrgð á röngum framtalsskilum
Skattaðili ber ábyrgð á að skattframtal hans sé rétt og leysir það hann ekki undan refsiábyrgð þótt fengnir séu sérfróðir aðilar til að fylla það út.

 

Úrskurðir yfirskattanefndar
Réttindanautn við arðsúthlutun
Almennt njóta nýir hluthafar réttinda frá og með skrásetningardegi hækkunar hlutafjár. Ekkert er því til fyrirstöðu að nýir hluthafar fái notið réttar til arðs vegna hagnaðar frá fyrri rekstrarárum.

 

Skattlagning vaxta
Vexti ber að skattleggja með því skatthlutfalli sem í gildi var þegar vextirnir féllu á (áunnust).

 

Tekjur frá lágskattaríki
Maður var talinn hafa sýnt nægilega fram á að tekjur frá félagi staðsettu í lágskattaríki hafi verið arðstekjur og bæri þar af leiðandi að skattleggja sem slíkar.

 

Alþjóðlegur skattaréttur
Samruni yfir landamæri
Íslenskar reglur sem heimila ekki skattfrjálsan samruna yfir landamæri eru að mati ESA brot á EES samningnum.