Alþjóðlegur skattaréttur 

Nánari reglur settar um takmörkun á frádráttarbærni vaxtagjalda.
Vaxtagjöld í Svíþjóð
Sænska þingið hefur samþykkt framlengingu reglna um takmörkun á frádráttarbærni vaxtagjalda, með tilteknum breytingum. Í reglum um takmörkun á frádráttarbærni vaxtagjalda felst að ekki er heimilt að draga frá skattskyldum tekjum félaga vaxtagjöld vegna skulda við tengd félög, nema raunverulegur eigandi vaxtanna sé skattalagður af þeim í a.m.k. 10% skatthlutfalli (e. 10% rule) og að til skuldarinnar hafi ekki verið stofnað í þeim megintilgangi að lágmarka skattgreiðslur (e. reverse business purpose test).