Skattatíðindi 54. tbl. október 2012 

Í Skattatíðindum er sem fyrr fjallað á einfaldan og hnitmiðaðan hátt um það helsta sem er á döfinni í málefnum tengdum sköttum. Í tölublaðinu að þessu sinni er fjallað um fimm úrskurði yfirskattanefndar sem varða afléttingu tvísköttunar, auðlegðarskattstofn, laun vegna vinnu erlendis, stofnun samlagsfélags og arðsúthlutun. Auk þess verður vikið að alþjóðlegum skattarétti, m.a. ráðgefandi áliti EFTA dómstólsins.

Úrskurðir yfirskattanefndar
Aflétting tvísköttunar
Yfirskattanefnd féllst ekki á að 5. mgr. 119. gr. tekjuskattslaga kveði á um fulla frádráttaraðferð við afléttingu tvísköttunar. Ennfremur hafnaði nefndin því að heimilt væri að miða frádrátt við samanlagðan skatt sem greiddur er erlendis.

 

Auðlegðarskattstofn
Ekki er heimilt að lækka eign í hlutabréfum til stofns til auðlegðarskatts til samræmis við hlutdeild í skattalegu eigin fé.

 

Vinna erlendis
Tekjur sem unnið var til í Noregi á vegum íslensks vinnuveitanda skattlagðar á Íslandi.

 

Stofnun samlagsfélags
Sjálfstæð skattskylda samlagsfélags felld niður þar sem talið var að stofnun félagsins hafi verið til málamynda gerð í skattalegu tilliti.


Arðsúthlutun
Heimild til arðsúthlutunar byggist á þeim reikningsskilum sem lögð eru til grundvallar í ársreikningi.

 

Alþjóðlegur skattaréttur
Flutningur innan EES
Löggjöf sem kveður á um slit félags við flutning raunverulegrar framkvæmdastjórnar felur í sér takmörkun á staðfesturétti. Sú takmörkun getur þó verið réttlætanleg.

 

Skattur á arð í Frakklandi
Tekinn hefur verið upp 3% skattur á arðgreiðslur í Frakklandi.

 

Endurgreiðsla afdráttarskatts í Austurríki
Hægt er að sækja um fulla endurgreiðslu á afdráttarskatti sem Austurríki hefur lagt á arð.

 

Skattatíðindi (PDF 330 KB)

Skattatíðindi (PDF 330 KB)
Hér má nálgast 54. tbl. Skattatíðinda í heild sinni á pdf-formati(406 KB)