Skattatíðindi 52. tbl. júní 2012 

Í skattatíðindum er sem fyrr farið yfir það helsta á döfinni í skatta- og skattatengdum málefnum. Meðal þess eru áhugaverðir dómar, tveir dómar Hæstaréttar þar sem skorið er úr ágreiningi í svokölluðum gengislánamálum og dómur héraðsdóms Reykjavíkur um ágreining sem fjallað var um í fjölmiðlum undir heitinu „öfugur samruni í kjölfar skuldsettrar yfirtöku“.
Skattatíðindi KPMG

Dómar
Gengislán, mál nr. 524/2011
Lán með höfuðstól tilgreindan í erlendum gjaldmiðlum og jafnvirði í íslenskum krónum, auk þess sem útborgun og endurgreiðsla lánsins var í íslenskum krónum, talið vera lán í erlendri mynt og þar með lögmætt. (Meira)

 

Gengislán, mál nr. 3/2012
Lán, með höfuðstól í ótiltekinni fjárhæð í erlendum myntum að jafnvirði tiltekinnar fjárhæðar íslenskum krónum, talið vera lögmætt. (Meira)

 

Gjaldfærsla vaxta
Vextir af láni félags sem tekið var til kaupa á öðru félagi og sem síðar voru sameinuð ekki frádráttarbærir.(Meira)


Önnur tíðindi
Tryggingar vegna dvalar erlendis
Ný EB reglugerð um framkvæmd almannatrygginga á EES tekin upp á Íslandi. Er ætlað að styrkja núgildandi framkvæmd.(Meira)

 

Af vettvangi Evrópuréttar
Evrópuþingið samþykkir ályktun varðandi sameiginlegan evrópskan skattstofn og aðgerðir gegn skattsvikum.(Meira)

 

Virðisaukaskattur
Ríkisskattstjóri leggur í eftirlitsátak virðisaukaskatts með heimsóknum á starfsstöðvar.(Meira)