Skattatíðindi 51. tbl. maí 2012 

Í skattatíðindum að þessu sinni verður fjallað um nýlega dóma auk svarbréfa ESA við kvörtunum sem KPMG hefur lagt fram um framkvæmd EES samningsins á Íslandi. 
Skattatíðindi KPMG

Dómar
Fjármögnunarleiga eða lán
Hæstiréttur taldi samningur um fjármögnunarleigu ekki í raun vera um lán einkum vegna þeirrar meginforsendu að ósannað var að leigutaki myndi eignast hið leigða í lok samningstímans. (Lesa meira)


Upplýsingaheimildir skattyfirvalda ganga framar þagnarskyldu lögmanna
Hæstiréttur staðfesti að ákvæði tekjuskattslaga um upplýsingaöflun gangi framar ákvæði um þagnarskyldu lögmanna. (Lesa meira)

 

Keypt aflamark er gjaldfæranlegt í rekstri
Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms Reykjavíkur um að keypt úthlutað en ónýtt aflamark væri frádráttarbært í rekstri. (Lesa meira)


Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna framleiðslu og sölu á verksmiðjuframleiddum húseiningum
Mismunandi skattaleg meðferð vegna framleiðslu og sölu á verksmiðjuframleiddum húseiningum annars vegar og íbúðarhúsum hins vegar ekki talin brjóta gegn ákvæði stjórnarskrár Íslands. (Lesa meira)

 

Svör frá eftirlitsstofnun EFTA
Lífeyrisiðgjöld greidd í erlendan lífeyrissjóð
Að heimila aðeins frádrátt á móti iðgjöldum sem greidd eru í íslenska lífeyrissjóði er ekki talið brjóta gegn EES samningnum þar sem almannatryggingakerfi landa eru talin falla utan gildissviðs hans. (Lesa meira)

 

Samsköttun yfir landamæri
Mismununin sem felst í því að öll félög sem óska samsköttunar verði að hafa skattalegt heimilisfesti í sama ríki er talin réttlætanleg á grundvelli þess að ríki þurfa að geta varðveitt skattstofna sína. (Lesa meira)