Skattatíðindi 58. tbl. maí 2014 

Í Skattatíðindum er sem fyrr fjallað á einfaldan og hnitmiðaðan hátt um það helsta sem er á döfinni í málefnum tengdum sköttum. Í tölublaðinu að þessu sinni er m.a. fjallað um dóm Hæstaréttar um hvort auðlegðarskatturinn standist stjórnarskrá Íslands, tvö ákvarðandi bréf RSK viðvíkjandi virðisaukaskatti, fyrirhugaðan skatt á fjármagnshreyfingar innan ESB og grein KPMG um lagastoð stimpilgjalds af skjölum tengdum samrunum og skiptingum.

Dómar
Auðlegðarskattur

Auðlegðarskattur ekki talinn vera í andstöðu við eignarréttar- og jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar.

 

Ákvarðandi bréf ríkisskattstjóra
VSK af aðgangi að landsvæðum
Náttúruverndargjald fellur undir skattskyldusvið VSK-löggjafar þar sem engin undanþáguákvæði laganna taka samkvæmt orðanna hljóðan til sölu aðgangs að landssvæðum.
 

VSK markþjálfa
Markþjálfun telst að mati ríkisskattstjóra ekki undanþegin skattskyldu virðisaukaskatts á grundvelli undanþága um kennslu- og menntastarfsemi.

 

Alþjóðlegur skattaréttur
Skattur á fjármagnshreyfingar innan ESB
Dómstóll Evrópusambandsins hafnar kröfu Bretlands um ógildingu ákvörðunar um framgöngu fyrirhugaðs skatts á fjármagnshreyfingar innan ESB

 

Útgefið efni
Stimpilgjald skjala tengdum samrunum og skiptingum
Að mati KPMG ehf. er vafi um lagastoð fyrir gjaldtöku stimpilgjalds af skjölum tengdum samrunum og skiptingum félaga.

Deila þessu

Share this