Skattafróðleikur og opnun skrifstofu í Vestmannaeyjum 

Fimmtudaginn 27. febrúar 2014 býður KPMG til fróðleiksfundar um skattamál í Vestmannaeyjum. Fundurinn verður haldinn í Akóges að Hilmisgötu 15 og hefst kl. 16:30
Meðal þess sem fjallað verður um eru nýjar breytingar á reglum um reiknað endurgjald og reglum um frádrátt á móti dagpeningum og ökutækjastyrkjum. Einnig verður farið yfir ýmis flækjustig virðisaukaskatts í ferðaþjónustu.