Könnun stjórnarmanna 2013 

KPMG og Félagsvísindasvið Háskóla Íslands stóðu fyrir morgunverðarfundi fimmtudaginn 27. febrúar sl. í húsakynnum KPMG í Borgartúni 27 þar sem helstu niðurstöður könnunarinnar voru kynntar.

 

KPMG og Félagsvísindasvið Háskóla Íslands kynna nú í þriðja sinn niðurstöður Könnunar meðal stjórnarmanna. Könnunin var fyrst lögð fyrir íslenska stjórnarmenn árið 2011 og hefur það að markmiði að kortleggja nokkur lykilatriði varðandi stjórnarmenn og störf stjórna á Íslandi.

 

Meginmarkmið með könnuninni er að kanna starfshætti og starfsumhverfi stjórna, samskipti, reynslu og menntun stjórnarmanna og viðhorf til samsetningar stjórna. Ennfremur er markmiðið að kortleggja viðhorf til laga um 40% lágmarkshlutfall hvors kyns í stjórnum sem tóku gildi 1. september 2013.

 

Dagskrá:

 

Ávarp
Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands

 

Niðurstöður Könnunar stjórnarmanna
Berglind Ósk Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá KPMG og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði, Háskóla Íslands

 

Innslag frá aðilum úr íslensku atvinnulífi

 

Heiðrún Jónsdóttir, héraðsdómslögmaður og stjórnarformaður Gildis lífeyrissjóðs og Norðlenska
Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands

 

 

 

Þátttaka er án endurgjalds.