Glærur frá fróðleik á fimmtudegi 30. maí 2013 

IFRS 13 Mat á gangvirði

Á fundinum þann 30. maí fór Magnús Gunnar Erlendsson, verðmatssérfræðingur, yfir helstu reglur IFRS 13 og áhrif þeirra á framkvæmd gangvirðismats og upplýsingagjöf í reikningsskilum. Á þessari síðu má nálgast glærur frá fundinum auk annars áhugaverðs efnis er tengist IFRS 13.

IFRS 13 felur í sér heildstæðan ramma um mat á gangvirði sem ber að fara eftir þegar skylt er eða heimilt að meta gangvirði samkvæmt öðrum alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. IFRS 13 veitir leiðbeiningar um það hvernig ber að standa að því að meta gangvirði, hvort sem það er við upphaflegt mat, síðara mat eða eingöngu vegna upplýsinga í skýringum. Með tilkomu IFRS 13 voru gerðar nokkrar grundvallarbreytingar á skilgreiningu gangvirðis með því markmiði að auka samræmi við bandarísku reikningsskilareglurnar (US GAAP). IFRS 13 mun hafa áhrif á það hvernig fyrirtæki framkvæma gangvirðismat á eignum og skuldum, sem og á tengdri upplýsingagjöf, þó mismikið eftir atvinnugreinum.

 

Hér má nálgast glærurnar frá fundingum (PDF 1,3MB).