Details

  • Type: Press release
  • Date: 4/13/2012

Samstarf KPMG og Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands 

Samstarfið handsalað. Sigurður Jónsson og Ólafur Þ. Harðarson

Samstarf um könnun meðal stjórnarmanna í íslenskum fyrirtækjum og lífeyrissjóðum 

 

Samningur um samstarf KPMG og Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands var undirritaður 12. apríl, af Ólafi Þ. Harðarsyni forseta Félagsvísindasviðs og Sigurði Jónssyni framkvæmdastjóra KPMG. Um er að ræða samstarf til þriggja ára og varðar sameiginlega framkvæmd könnunar meðal íslenskra stjórnarmanna í fyrirtækjum og lífeyrissjóðum.

 

"KPMG hefur undanfarin ár unnið með félögum og stjórnum þeirra með margvíslegum hætti að bættum stjórnarháttum, t.d. með útgáfu „Handbókar stjórnarmanna“ sem fengið hefur góðar undirtektir. Við viljum halda áfram á sömu braut og því fögnum við samstarfinu við Háskóla Íslands um framkvæmd þessarar könnunar” segir Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri KPMG.

Markmið samstarfsins er að  afla upplýsinga um stjórnir íslenskra fyrirtækja og meta þær, m.a. með tilliti til lagasetningar sem tekur gildi 1. september 2013 um hlutfall hvors kyns í stjórnum hlutafélaga, einkahlutafélaga, opinberra hlutafélaga, samlagshlutafélaga og lífeyrissjóða.

 

Undanfari þessa samstarfs er könnun sem KPMG framkvæmdi árið 2011, en hún var gerð meðal íslenskra stjórnarmanna hjá fjármálafyrirtækjum, vátryggingafélögum, lífeyrissjóðum og framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum sem eru á lista Frjálsrar verslunar yfir 300 stærstu fyrirtækin á Íslandi á árinu 2010. Hér má nálgast skýrslu um niðurstöður könnunarinnar, en í henni er t.d. að finna  umfjöllun um sex áhugaverðar niðurstöður, samantekt um hinn íslenska stjórnarmann og störf stjórna sem endurspeglar algengustu svör þeirra stjórnarmanna sem tóku þátt í könnuninni ásamt heildarniðurstöðum.

Frá undirritun samnings um samstarf KPMG og Félagsvísindasviðs HÍ

 

Frekari upplýsingar veitir:

Berglind Ósk Guðmundsdóttir

lögfræðingur

S: 545 6149

N: bgudmundsdottir@kpmg.is