Details

  • Type: Event
  • Date: 11/12/2014

Námskeið KPMG 

KPMG heldur á næstunni námskeið sem eru opin öllum og henta mjög vel fjármálastjórum, starfsfólki í reikningshaldsdeildum, stjórnarmönnum, nefndarmönnum í endurskoðunarnefndum, sem og ytri og innri endurskoðendum.

Námskeiðin veita löggiltum endurskoðendum endurmenntunareiningar í samræmi við reglugerð um endurmenntun endurskoðenda.


Námskeiðin verða haldin á tímabilinu 24. nóvember 2014 til 16. desember 2014 í húsakynnum KPMG, Borgartúni 27, 105 Reykjavík, sem hér segir:

 

Námskeið í endurskoðun:
Dags. Heiti Tími Verð
12. des. Endurskoðunarferillinn 9:00-12:00 16.900 kr.
16. des. Endurskoðun og sviksemi 9:00-12:00 16.900 kr.

Námskeið í reikningsskilum:
Dags. Heiti Tími Verð
11. des. IFRS 15 Tekjur af samningum við viðskiptavini 9:00-11:00 11.900 kr.

Önnur námskeið:
Dags. Heiti Tími Verð
15. des. Notkun sviðsmynda við stefnumótun og áætlanagerð 13:00-16:00 16.900 kr.

Kennarar: sérfræðingar KPMG á Íslandi.
Hámarksfjöldi: 29 þátttakendur á hvert námskeið.
Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur á hvert námskeið (verði heildarfjöldi þátttakenda undir 10 áskilur KPMG sér rétt til að fella viðkomandi námskeið niður).
Námskeiðsgögn fylgja, en þau eru í nokkrum tilvikum á ensku.
Námskeiðsgjöldin eru undanþegin virðisaukaskatti.

Hægt er að sækja öll námskeiðin eða einstök námskeið.

Skráning fer fram á heimasíðu KPMG.

Nánari upplýsingar um skráningu og skipulag námskeiða veitir Björk Arnbjörnsdóttir í síma 894-4271 eða í tölvupósti á netfangi barnbjornsdottir@kpmg.is.

Upp


Námskeiðslýsingar

Fimmtudagur 11. desember 2014

IFRS 15 Tekjur af samningum við viðskiptavini
Á námskeiðinu verður farið yfir nýjan alþjóðlegan reikningsskilastaðal um tekjuskráningu sem kemur til með að leysa af hólmi núgildandi staðla og túlkanir sem gilda um tekjur af sölu á vöru og þjónustu. Staðalinn mun að öllum líkindum taka gildi frá og með árinu 2017. Farið verður í gegnum einstök skref í svokölluðu fimm skrefa líkani staðalsins sem nauðsynleg eru til að ákvarða hvenær skuli færa tekjur og við hvaða fjárhæð. Auk þess verður fjallað um upplýsingakröfur staðalsins.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Unnar Friðrik Pálsson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG og aðjúnkt í reikningshaldi hjá Háskólanum í Reykjavík.

Námskeiðið gefur 2 endurmenntunareiningar í flokknum reikningsskil og fjármál.

Upp


Föstudagur 12. desember 2014

Endurskoðunarferillinn
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði alþjóðlegra endurskoðunarstaðla (ISA) og þau tengd við feril endurskoðunar. Námskeiðið hentar mjög vel fyrir þá sem vilja kynna sér og/eða rifja upp meginatriði alþjóðlegu endurskoðunarstaðlanna á einfaldan og hnitmiðaðan hátt, svo sem aðalbókarar, fjármálastjóra, stjórnarmenn og nefndarmenn í endurskoðunarnefndum.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Kristrún Helga Ingólfsdóttir og Hjördís Ýr Ólafsdóttir, löggiltir endurskoðendur hjá KPMG.

Námskeiðið gefur 3 endurmenntunareiningar í flokknum endurskoðun.

Upp


Mánudagur 15. desember 2014

Notkun sviðsmynda við stefnumótun og áætlanagerð
Öll þekking okkar er um fortíðina, en allar ákvarðanir sem við tökum snúast um framtíðina. Það er því æskilegt að þekkja þær aðferðir sem best nýtast til að horfa til framtíðar. Á námskeiðinu verður farið yfir notkun sviðsmynda við stefnumótun og áætlanagerð.

Að undanförnu hefur notkun sviðsmynda stóraukist hérlendis. Margir þekkja þó enn ekki hvernig best sé að nýta þær í rekstri. Erlendis hafa sviðsmyndir orðið eitt mest notaða hjálpartækið bæði við undirbúning stefnumótunar, áætlanagerðar og áhættugreiningar fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga.

Í lok námskeiðs ættu þátttakendur að hafa öðlast skilning á notkun og gildi sviðsmynda við stefnumótun og áætlanagerð.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Sævar Kristinsson, sérfræðingur í sviðsmyndum og stefnumótun á ráðgjafarsviði KPMG. Hann er meðhöfundur bókarinnar “Framtíðin frá óvissu til árangurs” en hún fjallar um notkun sviðsmynda í rekstri.

Námskeiðið gefur 3 endurmenntunareiningar í flokknum reikningsskil og fjármál.

Upp


Þriðjudagur 16. desember 2014

Endurskoðun og sviksemi
Á námskeiðinu verður farið yfir valin atriði alþjóðlegra endurskoðunarstaðla (ISA) og þau tengd við feril endurskoðunar. Rætt verður um sviksemisáhættu bæði er varðar sviksemi í reikningsskilum og misnotkun eigna og hvernig hægt er að sporna við því.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Kristrún Helga Ingólfsdóttir og Hjördís Ýr Ólafsdóttir, löggiltir endurskoðendur hjá KPMG.

Námskeiðið gefur 2 endurmenntunareiningar í flokknum endurskoðun og 1 endurmenntunareiningu í siðareglum og faglegum gildum.

Upp


 

Deila þessu

Share this

Skráning á námskeiðin

Námskeiðin eru haldin í húsakynnum KPMG, Borgartúni 27, 105 Reykjavík