Details

  • Service: Advisory
  • Type: Press release
  • Date: 4/3/2011

Úrslit í Gullegginu 

Benedikt K. Magnússon, KPMG, ásamt sigurvegurunum.

Á myndinni er Benedikt K. Magnússon, partner hjá KPMG, sem afhenti verðlaunin og sat í dómnefndinni ásamt sigurvegurunum.

 

Úrslit í frumkvöðlakeppni Innovit, Gullegginu 2011, voru tilkynnt 3. apríl.


Sprotafyrirtækið RóRó vann fyrstu verðlaun. RóRó er viðskiptahugmynd Eyrúnar Eggertsdóttur sem hefur fundið upp tæki sem hjálpar ungbörnum að sofa betur, líða betur og eykur öryggi þeirra. Eyrún vinnur nú að því að vinna hugmyndinni brautargengi á alþjóðamarkaði og sækja um einkaleyfi. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti sigurlaunin við fjölmenna athöfn á Háskólatorgi.

Öflugar athafnakonur röðuðu sér einnig í önnur verðlaunasæti, en í 2. sæti varð sprotafyrirtækið Puzzled by Iceland, sem stofnað var af Guðrúnu Heimisdóttur og Þóru Eggerstdóttur. Í þriðja sæti varð fyrirtækið Pink Iceland sem stofnað var af Evu Maríu Þórarinsdóttur Lange og Birnu Hrönn Björnsdóttur.

 

KPMG var einn af styrktaraðilum keppninnar og kom að námskeiðshaldi, yfirferð á viðskiptaáætlunum og setu í lokadómnefndinni. Einnig veiti KPMG sigurvegaranum sérstök verðlaun, 40 tíma aðstoð hjá ráðgjöfum KPMG. Með því vill félagið leggja sitt af mörkum til þess að viðskiptahugmyndin verði unnin enn frekar og verði árangursrík.