Saga KPMG 

KPMG var stofnað 1987 með sameiningu Peat Marwick International (PMI) og Klynveld Main Goerdeler (KMG) og þeirra félaga. Hægt er að rekja sögu þessara fyrirtækja aftur í þrjár aldir í gegnum nöfn stofnenda þeirra, en upphafsstafirnir mynda nafn fyrirtækisins “KPMG.”

 

K stendur fyrir Klynveld. Piet Klynveld stofnaði endurskoðendafyrirtækið Klynveld Kraayenhof & Co. í Amsterdam árið 1917.

 

P stendur fyrir Peat. William Barclya Peat stofnaði endurskoðendafyrirtækið William Barclay Peat & Co. í London árið 1870. 

 

 

M stendur fyrir Marwick. James Marwick stofnaði endurskoðendafyrirtækið Marwick, Mitchell & Co. með Roger Mitchell í New York borg árið 1897. 


 

G stendur fyrir Goerdeler. Dr. Reinhard Goerdeler var stjórnarformaður Deutsche Treuhand-Gesellschaft og seinna stjórnarformaður KPMG. Hans er minnst fyrir framlagið í KPMG sameininguna. 

 

Árið 1911, tóku William Barclay Peat & Co. og Marwick Mitchell & Co. saman höndum og stofnuðu það sem seinna var þekkt sem Peat Marwick International (PMI), alþjóðlegt net endurskoðenda og ráðgjafafyrirtækja. 


Árið 1979, sameinuðu Klynveld og Deutsche Treuhand-Gesellschaft krafta sína og ásamt hinu alþjóðlega fyrirtæki McLintock Main Lafrentz og stofnuðu Klynveld Main Goerdeler (KMG). 
 

Árið 1987 voru PMI og KMG ásamt þeirra félögum sameinuð. Í dag bera öll aðildarfélögin nafn KPMG annað hvort eingöngu eða að hluta með eigin fyrirtækjanafni.