Hýsing bókhaldskerfis 

Í samvinnu við dk hugbúnað ehf. bjóðum við upp á hýsingu dk bókhaldskerfis. Bókhaldskerfið er þá vistað hjá dk hugbúnaði ehf. sem sér um að ávallt sé unnið á nýjustu útgáfu kerfisins auk daglegrar afritanatöku sem er afar mikilvægt.

Um er að ræða mjög sveigjanlegt fyrirkomulag, þar sem viðskiptavinir okkar geta fært sölureikninga hjá sér ásamt innborgunum viðskiptavina og þannig haft yfirlit yfir viðskiptafærslur daglega. Við hjá KPMG færum fjárhagsbókhaldið á skrifstofu okkar eða hjá viðkomandi viðskiptavini. Þetta er leið sem sífellt fleiri nýta sér, enda getur hér verið um fjárhagslegan sparnað að ræða og verulega aukið öryggi í varðveislu gagna. Viðskiptavinurinn hefur því beinan aðgang í bókhaldskerfið og fulla yfirsýn yfir rekstur og stöðu félagsins á hverjum tíma.

 

Hagnýtir tenglar:

Tengiliðir

Eyvindur Albertsson

Partner / Lögg. endursk.

Sími: 545-6212

ealbertsson@kpmg.is

 

Einar Ólafsson

Löggiltur endurskoðandi

Sími: 545-6045

eolafsson@kpmg.is 

Um okkur

Við uppgjör og bókhald hjá KPMG starfar vel þjálfað og reynslumikið fólk. Upplýsingar um hver við erum og hvar má finna hér.