Nýlegt efni

 

Skatta- og lögfræðisvið 

Fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum þurfa að eiga við flókið og síbreytilegt skattaumhverfi, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. KPMG býður upp á almenna lögfræðiráðgjöf sem og sérhæfða fyrirtækja- og skattaráðgjöf. Vönduð og árangursrík ráðgjöf á sviði skatta getur veitt fyrirtæki þínu samkeppnisforskot og tryggt að rétt sé staðið að málum þess.

Hjá KPMG International starfa liðlega 8.000 starfsmenn sem hafa yfirgripsmikla þekkingu og víðtæka reynslu á sviði skatta og öðrum sviðum lögfræðinnar.

 

Starfsmenn á skatta- og lögfræðisviði KPMG á Íslandi búa yfir víðtækri þekkingu og reynslu á þessu sviði sem nýst getur bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Þjónusta okkar hentar fyrirtækjum óháð stærð og hvort sem er á heimamarkaði eða í alþjóðlegri starfsemi.

 

Samanburður á sköttum milli landa

Samanburður á sköttum milli landa

KPMG hefur hannað gagnagrunn sem veitir kost á að gera samanburð á helstu skatthlutföllum milli landa. Gagnagrunnurinn er opinn öllum og hægt að nálgast hann með því að smella á eftirfarandi link:

Beinir skattar

Beinir skattar leggjast á þann sem ætlað er að greiða skattinn. Sem dæmi má nefna tekjuskatt, útsvar, fjármagnstekjuskatt. Sérfræðingar KPMG geta aðstoðað þig á sviði beinna skatta.

Alþjóðlegur skattaréttur

Þegar viðskipti eða fjármagnsflutningar eiga sér stað yfir landamæri koma upp margvíslega álitaefni í tengslum við skattlagningu. Leitaðu aðstoðar hjá KPMG ef þú ert í vafa.

Óbeinir skattar

Óbeinir skattar kallast þeir sem lagðir eru á vöru og þjónustu. Til óbeinna skatta teljast m.a. virðisaukaskattur, tollar og vörugjöld. KPMG hefur á að skipa sérfræðingum á sviði óbeinna skatta.

Lögfræðiráðgjöf

KPMG býður upp á almenna lögfræðiaðstoð í tengslum við viðskiptaleg- eða fjárhagsleg málefni. Á sviðinu starfa á annan tug lögfræðinga/lögmanna sem geta veitt þér faglega og trausta þjónustu.

Yfirmenn skatta- og lögfræðisviðs

Yfirmenn skatta- og lögfræðisviðs

Alexander Eðvardsson

Partner / Sviðsstjóri

Sími: 545-6209

aedvardsson@kpmg.is

Feature image

Soffía E. Björgvinsdóttir

Hdl. / Partner

Sími: 545-6089

sbjorgvinsdottir@kpmg.is

Skattabæklingur 2016

Skattabæklingur 2016

Skattabæklingur KPMG hefur að geyma greinargott yfirlit yfir helstu tölur og atriði sem hafa þarf í huga varðandi skattamál.