Ráðgjöf í upplýsingatækni (IT) 

Upplýsingakerfi eru í dag orðin órofinn og samþættur hluti af rekstri fyrirtækja og stofnana og snerta beint eða óbeint alla ferla í viðskiptum og vinnslu fjármála- og stjórnendaupplýsinga. Af þessum sökum er ekki hægt að líta á upplýsingatækni sem einn sérstakan þátt heldur er hann órofinn hluti af rekstri fyrirtækja og stofnana.

 

KPMG aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við gerð verklagsreglna, verkferla  og viðlagaáætlana ásamt því að veita ráðgjöf varðandi stefnumótun og rekstur upplýsingakerfa. KPMG hefur einnig sérhæft sig í aðstoð við hagræðingu  í rekstri upplýsingatækni  og ná fram hámark arðsemi þeirra fjármuna sem varið er í upplýsingatækni og þeim  upplýsingum sem notaðar eru til vinnslu og ákvarðanatöku hjá stjórnendum og starfsfólki.

  

Þjónusta okkar byggir á viðurkenndum og þróuðu lausnum KPMG International og njótum við stuðnings annarra ráðgjafa KPMG á þessu sviði þegar kemur að flóknum úrlausnarefnum.

Nánari upplýsingar veitir:

Davíð Halldórsson

Verkefnastjóri

Sími: 545 6134

Netfang: dhalldorsson@kpmg.is

Þjónusta KPMG

Sérfræðingar KPMG hafa góða þekkingu á öllum helstu upplýsingakerfum sem notuð eru í íslensku viðskiptaumhverfi. Hvort sem um er að ræða eitt stakt fjárhagskerfi eða flóknara samspil og samþættingu margra viðskiptakerfa getur KPMG veitt aðstoð við gagnagreiningar sem sniðnar eru að þörfum viðkomandi fyrirtækis.

Öryggi og internet hlutanna (IoT)

Feature image
Öryggi og internet hlutanna eða "Security and Internet of Things" (IoT) á ensku er það heitasta í tækniheiminum í dag. Áður en langt um líður verða flestir ef ekki allir hlutir á heimilum, vinnustöðum eða samgöngutækjum tengdir netinu en hvað þurfa stjórnendur fyrirtækja að hafa hugfast þegar rætt er um IoT?

Skýrsla um rekstur upplýsingatækni

Feature image
Hröð tækniþróun kallar á nýja sýn og breyttar áherslur í rekstri upplýsingatæknimála. KPMG tók saman nokkur atriði sem nýtast munu stjórnendum upplýsingatæknimála í komandi vegferð.