Innbrotsprófanir 

Hvernig mundi tölvuþrjótur fara að því að brjótast inn, hvernig eru innbrotsprófanir framkvæmdar og hversu vel erum við undirbúin að takast á við innbrot í tölvukerfin okkar'?
Þessar spurningar og fleiri brenna á vörum stjórnenda þegar kemur að öryggi netkerfa. KPMG aðstoðar fyrirtæki við að svara þessum spurningum. Í samvinnu við fyrirtæki að þá framkvæmum við innbrotsprófanir þar sem öryggi fyrirtækisins er kannað eins og um alvöru innbrot tölvuþrjóts sé að ræða.  Við könnum hvaða varnir hafa verið innleiddar, er hægt að brjótast inn í tölvukerfin og þegar inn er komið, hvaða gögn er hægt að nálgast. Unnið er samkvæmt aðferðafræði KPMG við framkvæmd innbrotsprófana og er unnið náið með viðskiptavinum við að greina veikleika, koma með tillögur að úrbótum og tryggja eins og kostur er, öryggi netkerfa og upplýsingakerfa.

Nánri upplýsingar veitir:

Davíð Kr. Halldórsson

Verkefnastjóri

Sími: 545 6134

Netfang: dhalldorsson@kpmg.is