Áhættustjórnun 

Örar breytingar í innra og ytra umhverfi fyrirtækja valda aukinni óvissu í afkomu þeirra. Þess vegna leggja stjórnendur nú aukna áherslu á öfluga og sveigjanlega áhættustjórnun. KPMG hefur að leiðarljósi að áhættustjórnun sé verðmætaskapandi þáttur í starfsemi fyrirtækja og auðveldi ákvarðanatöku stjórnenda.

  Skilvirk áhættustjórnun byggir á að stjórnendur og stjórn séu vel upplýst um mikilvægustu áhættuþætti fyrirtækisins. Upplýsingar um áhættuþætti byggja á vel innleiddum ferlum varðandi mælingar, greiningar, skjölun og upplýsingaveitu áhættuþátta og snerta því mörg svið fyrirtækisins. Þarfir fyrirtækja á sviði áhættustjórnunar eru mismunandi og velta meðal annars á eðli og stærð fyrirtækjanna. Sérfræðingar KPMG hafa reynslu af samstarfi við fyrirtæki af fjölbreyttum stærðum og gerðum og eru því í góðri stöðu til að aðlaga áhættustjórnun að mismunandi þörfum. Eftirfarandi eru dæmi um lausnir og þjónustuþætti sem KPMG býður á sviði áhættustjórnunar:

   

  • Áhættustjórnun fyrirtækja (e. Enterprise Risk Management)
  • Áhættufundir
  • Áhættugreining fjárfestingakosta
  • Námskeið og vinnufundir
  • Áhættugreining áætlana
  • Áhættuvarnarreikningsskil (e. Hedge Accounting)

   

  Viltu vita meira? Hafðu þá samband við Benedikt, Helgu eða Sigurvin.

   

   

  Tengt efni útgefið af KPMG International:

   

Nánari upplýsingar veita:

Benedikt K. Magnússon

Partner

Sími: 545 6236

Netfang: bmagnusson@kpmg.is

 

Helga Harðardóttir

Partner

Sími: 545 6204

Netfang: hhardardottir@kpmg.is

 

Sigurvin B. Sigurjónsson

Sérfræðingur

Sími: 545 6112

Netfang: sbsigurjonsson@kpmg.is

Ítarlegri upplýsingar (PDF)

Ítarlegri upplýsingar um áhættustjórnun má nálgast hér (PDF 0,2 MB)