Innra eftirlit og áhættustjórnun 

Alþjóðlega fjármálakreppan hefur skapað mörg vandamál fyrir fyrirtæki landsins. Í kjölfar hennar hafa þó einnig komið fram jákvæðir þættir, þar á meðal er áhugi stjórnenda á áhættustjórnun og innra eftirliti og aukinn skilningur á mikilvægi þess fyrir stofnanir og fyrirtæki.

Með aukinni áhættuvitund stjórnenda á undanförnum árum og ríkari kröfum samfélagsins um góða stjórnsýsluhætti hefur áhersla á styrkleika innra eftirlits aukist. Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum hafa sýnt aukinn vilja til að innleiða öfluga ferla á sviði áhættustjórnunar og innra eftirlits til að uppfylla kröfur laga og reglna auk þess að auðvelda ákvarðanatöku og bæta frammistöðu til framtíðar. Á sama tíma hefur mikilvægi virðisaukandi innri endurskoðunar aukist til muna, sér í lagi í félögum tengdum almannahagsmunum.


Fyrirtækjaráðgjöf KPMG vinnur náið með sínum viðskiptavinum við að ná þessum markmiðum.


Okkar aðstoð felst í:

  • KPMG vinnur að því að viðhalda og auka virði fyrirtækja og stofnana með því að aðstoða við að draga úr áhættu, lækka kostnað og bæta afkomu rekstrarins.
  • Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á þjónustu á sviði áhættumiðaðrar innri endurskoðunar sem ætlað er að veita ráðgjöf í tengslum við öryggisþætti upplýsingakerfa og leggja mat á og bæta virkni áhættustjórnunar, innra eftirlits og stjórnarhátta.
  • Í okkar augum er áhættustjórnun og fylgni við lög og reglur mikilvæg fjárfesting sem styrkt getur vöxt til framtíðar, virði og stöðuleika fyrirtækja og stofnana. 
  • Þjónustunni er ætlað að veita stjórnendum og stjórnarmönnum stuðning vegna lögbundins eftirlitshlutverks þeirra og að styðja við störf endurskoðunarnefnda og ytri endurskoðenda.


 

Nánari upplýsingar veitir:

Helga Harðardóttir

Partner

Sími: 545 6204

Netfang: hhardardottir@kpmg.is

 

H. Ágúst Jóhannesson
Partner
Sími: 545 6350
Netfang: ajohannesson@kpmg.is

Könnun um peningaþvætti

KPMG International framkvæmir á hverju ári alþjóðlega könnun (PDF 2,9 MB) um málefni er varða aðgerðir gegn peningaþvætti (e. Global Anti-Money Laundering Survey).

 

Niðurstöður úr könnun ársins 2011 má nálgast hér (PDF 2,9 MB)