Úttekt á stjórnarháttum fyrirtækja 

Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, NASDAQ OMX á Íslandi og Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum við Háskóla Íslands hafa tekið höndum saman um að veita fyrirtækjum, sem standast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda, viðurkenningu sem „Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum“ (Excemplary in Corporate Governance). Markmiðið er að viðurkenningin auki trúverðugleika og gagnsæi stjórnarhátta fyrirtækja gagnvart hluthöfum og öðrum hagsmunaaðilum.

Úttektir á stjórnarháttum fyrirtækja

Rannsóknarmiðstöðin sér um framkvæmd matsins, en matsferlið byggir í meginatriðum á „Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja“(pdf 8,1 MB).

 

Öll fyrirtæki geta óskað eftir að undirgangast slíkt mat.

Frekari upplýsingar um úttektina má sjá á síðum Viðskiptaráðs Íslands.

 

Úttekt KPMG á stjórnarháttum fyrirtækja
Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum við Háskóla Íslands hefur samþykkt KPMG sem óháðan aðila til að framkvæma úttektir á stjórnarháttum fyrirtækja sem verður grundvöllur þess formlega mats sem Rannsóknarmiðstöðin framkvæmir.

 

Fyrirtækjasvið KPMG hefur áralanga reynslu af framkvæmd úttekta á stjórnarháttum fyrirtækja og að aðstoða fyrirtæki við að styrkja stjórnarhætti sína. Slíkar úttektir veita upplýsingar um að hvaða marki viðkomandi fyrirtæki framfylgir góðum stjórnarháttum og henta því bæði þeim fyrirtækjum sem stefna á að undirgangast mat Rannsóknarmiðstöðvarinnar og þeim fyrirtækjum sem vilja bæta sína stjórnarhætti.

Nánari upplýsingar veitir:

Berglind Ósk Guðmundsdóttir

Verkefnastjóri

Sími 545 6149

Netfang: bgudmundsdottir@kpmg.is

 

Helga Harðardóttir

Partner

Sími 545 6204

Netfang: hhardardottir@kpmg.is