Útreikningur á erlendum lánum 

Fyrirtækjasvið KPMG hefur allt frá fyrstu vísbendingum um ólögmæti erlendra lána, reiknað upp eftirstöðvar skuldbindinga til samanburðar við útreikning fjármálafyrirtækja.

KPMG hefur yfirfarið annars vegar greiðsluflæði til uppgreiðslu á lánum, sem og stillt upp niðurstöðum á formi sem henta lántökum í samningaviðræðum við fjármálafyrirtæki.

 

Afurð útreikninga KPMG er skýrsla þar sem útreikningarnir eru útskýrðir og bornir saman við útreikninga viðkomandi fjármálastofnunar, séu þeir fyrir hendi. Í skýrslunni er raunverulegt greiðsluflæði lánsins vaxtareiknað til þess verðmatsdags sem óskað er eftir.

 

KPMG hefur framkvæmt mismunandi útreikninga til samræmis við dóma Hæstaréttar nr. nr. 471/2010 og nr. 600/2011 og sett fram niðurstöður útreikninga ýmist fyrir báða dómana eða hvorn fyrir sig.

 

KPMG hefur í nálgun sinni ekki tekið beina afstöðu til þess hvort um ólögleg lán sé að ræða, heldur byggt á því að lántaki geti með útreikningnum tekið upplýsta ákvörðun um stöðu sína gagnvart lánveitanda.

 

KPMG hefur reiknað út stöðu erlendra lána fyrir rúmlega 80 lögaðila. Fjöldi lána fyrir hvern aðila hefur verið allt frá einu láni upp í rúmlega fimmtíu lán. Útreiknuð lánasöfn hafa því legið frá nokkrum milljónum og upp í nokkra milljarða í senn.

 

Kostnaður við útreikninga KPMG liggur á bilinu 50-150 þús. kr., en breytileiki kostnaðarins er háður fjölda lánasamninga og aðgengi að gögnum við vinnslu matsins.

 

Nánari upplýsingar veita:

Benedikt K. Magnússon

Partner

Sími: 545 6236

Netfang: bmagnusson@kpmg.is

 

Magnús G. Erlendsson
Verkefnastjóri

Sími: 545 6258

Netfang: merlendsson@kpmg.is