Fjárhagsleg endurskipulagning 

Mörg íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir því að þurfa að fara í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu vegna yfirskuldsetningar og erfiðara rekstrarumhverfis en áður. Ráðgjafarsvið KPMG veitir fyrirtækjum hagnýta og sérhæfða ráðgjöf um fjárhagslega endurskipulagningu. Starfsmenn KPMG búa yfir víðtækri þekkingu og umtalsverðri reynslu af ráðgjöf í tengslum við endurskipulagningu fyrirtækja.

KPMG leggur mikla áherslu á að vinna náið með stjórnendum félagsins sem um ræðir og jafnframt að upplýsa hagsmunaaðila félagsins reglulega um stöðu mála. 

 

Afmörkuð verkefni í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu
KPMG veitir jafnframt sérhæfða ráðgjöf til fyrirtækja og fjármálafyrirtækja sem varða afmörkuð verkefni í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja, greiðslustöðvun og nauðsamningsumleitanir. Verkefnin eru margvísleg og meðal annars eftirfarandi: 

 • Verðmat á félögum
 • Verðmat á einstökum eignum í félögum (veðsettar og óveðsettar eignir)
 • Nálgun á endurheimtuhlutfalli óveðtryggðra krafna 
 • Greininga á veðstöðu einstakra kröfuhafa
 • Mat á áætlanagerð félaga og fjárfestingarþörf
 • Mat á skuldaþoli félaga
 • Ráðgjöf um fjármagnsskipan 
 • Ráðgjöf um leiðir til endurfjármögnunar
 • Viðræður við kröfuhafa eða aðra hagsmunaðila
 • Aðstoð við gerð tilboða og samninga

   

Nánari upplýsingar veitir:

Svanbjörn Thoroddsen

Partner

Sími: 545 6220

Netfang: sthoroddsen@kpmg.is