Verðmat 

Það færist sífellt í aukana að stjórnendur og eigendur fyrirtækja sækist eftir utanaðkomandi þjónustu vegna verðmats í tengslum við stjórnun fyrirtækja. Ástæðan er m.a. sú að þessir aðilar vilji fá dýpri skilning á hvar raunveruleg verðmæti rekstursins liggja í þeim tilgangi að geta tekið betri og upplýstari ákvarðanir.

KPMG hefur á undanförnum árum tekist á við mörg flókin álitamál sem tengjast verðmati í tengslum við kaup og sölu félaga eða eigna þeirra. Þá höfum við veitt fjöldamörgum fyrirtækjum ráðgjöf varðandi matsvinnu í tengslum við reikningsskilastaðla (IFRS/IS GAAP) sem hafa á undanförnum árum flækt mjög uppgjörsvinnu fyrirtækja.

 

Á ráðgjafarsviði KPMG starfa sérfræðingar sem eru með haldgóða og fjölbreytta menntun og bakgrunn frá ýmsum sviðum atvinnulífsins. Þar að auki nýtur verðmatsteymi KPMG stuðnings frá verðmatssérfræðingum um allan heim með mikla þekkingu á sínu sviði og sérhæfingu í atvinnugreinum.

 

Verðmatssérfræðingar KPMG hafa fengið vottun hjá KPMG International.

 

Verðmatsþjónusta KPMG innifelur m.a.:

  • Almennt verðmat á fyrirtækjum
  • Verðmat á fasteignum
  • Sérhæft verðmat á flóknum eignasöfnum
  • Verðmat í samræmi við uppgjör fyrirtækja
  • Virðisrýrnunarpróf – IAS 36
  • Úthlutun kaupverðs (e. Purchase Price Allocation)
  • Mat á armslengdarviðskiptum í skattalegum tilgangi
  • Uppsetning verðmatslíkana

Nánari upplýsingar veita:

Benedikt K. Magnússon
Partner og sviðsstjóri ráðgjafarsviðs
Sími: 545 6236
Netfang: bmagnusson@kpmg.is

 

Magnús G. Erlendsson
Partner
Sími: 545 6258
Netfang: merlendsson@kpmg.is

Ítarlegri upplýsingar (pdf)

Ítarlegri upplýsingar um verðmat má nálgast hér (PDF 0,7 KB) 

Útreikningur á erlendum lánum

Feature image
Fyrirtækjasvið KPMG hefur allt frá fyrstu vísbendingum um ólögmæti erlendra lána, reiknað upp eftirstöðvar skuldbindinga til samanburðar við útreikning fjármálafyrirtækja.

Tengsl við háskóla

KPMG leggur mikla áherslu fagleg vinnubrögð og að vera í góðum tengslum við háskóla í þeim löndum sem félagið starfar í. „KPMG Global Valuation Institute“ (GVI) er stofnun á vegum KPMG sem styrkir skóla í rannsóknarvinnu og veitir þeim faglegan stuðning í tengslum við rannsóknir á verðmatsfræðum.

 

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu GVI.