Starfsmenn á ráðgjafarsvið

Feature image
KPMG leitar að metnaðarfullum og drífandi starfsmönnum á ráðgjafarsvið

 

Starfstækifæri 

KPMG á Íslandi er stórt íslenskt fyrirtæki sem sinnir þjónustu á sviði endurskoðunar og ráðgjafar. Starfsmenn KPMG eru vel menntaðir og er yfirgnæfandi meirihluti þeirra með háskólapróf í viðskiptatengdum fögum. Einnig starfa hjá KPMG lögfræðingar og reynslumikið fólk í bókhaldi og uppgjörum.

 

Þekking er forsenda þjónustu KPMG og því er lögð áhersla á góða menntun og þekkingarmiðlun innan félagsins. Starfsfólk bætir við sig þekkingu og eykur verðmæti sitt umtalsvert með því að vinna hjá KPMG enda eru starfsmenn eftirsóttir á vinnumarkaði og bera hróður félagsins víða.

 

Félagið er aðili að alþjóðlegu neti KPMG og er góður kostur fyrir þá sem hugsa um framtíðarmöguleika sína í alþjóðlegu samhengi. Á alþjóðavettvangi er KPMG stærst slíkra fyrirtækja í Evrópu og eitt það stærsta í heiminum. Starfsmenn eiga þess kost að færa sig milli landa og starfa við sitt fag meðal þeirra bestu í heiminum.

 

Margir byrja hjá KPMG meðan þeir eru enn í námi og aðrir koma inn með reynslu úr atvinnulífinu. Við leitum að verðandi endurskoðendum, fólki sem vill vinna í reikningshaldi eða skattaþjónustu, sérfræðingum á sviði tölvumála, fjármála og fleiri sviðum sem endurspegla þá þjónustu sem félagið hefur upp á að bjóða. KPMG á Íslandi hefur ávallt lagt áherslu á gæði og fagleg vinnubrögð. Til að tryggja fagmennsku í þjónustu þarf gott starfsfólk og erum við stolt af þeim faglega metnaði sem býr í starfsfólki okkar.

 

Við bjóðum hvetjandi vinnuumhverfi fyrir fólk sem hefur metnað til að ná árangri. Ef þú ákveður að vinna með okkur, munum við aðstoða við að þróa hæfileika þína þannig að þeir nýtist þér og okkur við frekari framþróun til nýrra og spennandi tíma.

 

Ef þú hefur áhuga á viðskiptum, hefur frumkvæði, átt gott með að vinna með öðrum og hefur samskiptahæfileika getur þú sótt um starf hjá KPMG á Íslandi, hér.

 

Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri:

Andrés Guðmundsson
Sími: 545 6077

Netfang: agudmundsson@kpmg.is

Gildi KPMG

Gildi KPMG

Eitt af því sem starfsmenn KPMG eiga sameiginlegt eru gildi (e. values) KPMG sem yfirstjórn þess hefur kynnt. Hér eru gildin í íslenskri þýðingu:

 

Við erum góð fyrirmynd
Við vinnum saman
Við virðum hvert annað
Við kryfjum mál til mergjar
Við erum opin og einlæg í samskiptum
Við erum ábyrgir og virkir þjóðfélagsþegnar
Allt sem við gerum endurspeglar heilindi