Details

  • Service: Advisory
  • Type: Case study
  • Date: 8/10/2012

Kynjakvótalöggjöfin 2013 

Þann 1. september 2013 taka gildi lög sem kveða á um að hlutfall hvors kyns sé að lágmarki 40% í stjórnum lífeyrissjóða og stærri fyrirtækja . Þetta á við um hlutafélög, einkahlutafélög, samlagshlutafélög og opinber hlutafélög þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn á ársgrundvelli og alla lífeyrissjóði.

Hverjir falla undir kröfuna um lágmark 40% hvors kyns í stjórn sem tekur gildi 1. september 2013?

 

Hlutafélög 

Á við félög þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli. Hvort kyn skal eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur stjórnarmönnum. Séu stjórnarmenn fleiri en þrír skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%. Sama gildir um kynjahlutföll varamanna en hlutföllin í stjórn og varastjórn skulu þó í heild vera sem jöfnust.

 

Einkahlutafélög 

Á við félög þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli. Ef stjórnarmenn eru tveir eða þrír skal hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn en ef stjórnarmenn eru fleiri en þrír skal hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Sama gildir um kynjahlutföll meðal varamanna en hlutföllin í stjórn og varastjórn skulu þó í heild vera sem jöfnust.

 

Opinber hlutafélög  

Á við félög þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli. Hvort kyn skal eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur stjórnarmönnum. Séu stjórnarmenn fleiri en þrír skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%. Sama gildir um kynjahlutföll varamanna en hlutföllin í stjórn og varastjórn skulu þó í heild vera sem jöfnust. Ákvæðið hefur þegar tekið gildi um opinber hlutafélög.

 

Samlagshlutafélög 

Á við félög þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli. Hvort kyn skal eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur stjórnarmönnum. Séu stjórnarmenn fleiri en þrír skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%. Sama gildir um kynjahlutföll varamanna en hlutföllin í stjórn og varastjórn skulu þó í heild vera sem jöfnust.

 

Lífeyrissjóðir 

Gildir um alla lífeyrissjóði óháð starfsmannafjölda. Hvort kyn skal eiga fulltrúa í stjórn. Ef stjórnarmenn eru fleiri en þrír skal hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Sama gildir um kynjahlutföll meðal varamanna en hlutföllin í stjórn og varastjórn skulu þó í heild vera sem jöfnust.