Details

  • Type: Event
  • Date: 11/26/2013

Námskeið KPMG á Akureyri 

KPMG á Akureyri heldur á næstunni námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að bæta við þekkingu sína og/eða rifja upp það helsta í Excel, ársreikningalögum og lestri og túlkun ársreikninga.

Námskeiðin verða haldin 4. og 10. desember 2013. Excel námskeiðin verða haldin í húsakynnum Greifans að Glerárgötu 20 en hin tvö námskeiðin verða haldin í húsakynnum KPMG að Glerárgötu 24. Hér má sjá yfirlit yfir námskeiðin:

Dags.Heiti Tími Verð
4. des. Excel I 9:00-12:00 15.900 kr.
4. des. Excel II 13:00-16:00 15.900 kr.
10. des. Ársreikningalög 9:00-12:00 15.900 kr.
10. des. Lestur og túlkun ársreikninga 13:00-16:00 15.900 kr.

Hægt er að sækja öll námskeiðin eða einstök námskeið.


Leiðbeinendur: Sérfræðingar KPMG á Íslandi.
Hámarksfjöldi: 29 þátttakendur á hvert námskeið
Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur á hvert námskeið (verði heildarfjöldi þátttakenda undir 10 áskilur KPMG sér rétt til að fella viðkomandi námskeið niður).

Upp


Námskeiðslýsingar


 

Miðvikudaginn 4. desember 2013 frá kl. 9:00-12:00

Excel I
Námskeiðið er fyrir þá sem notfæra sér Excel, en finnst þeim oft þurfa að fara langa leið að lausn vandamála og eyða miklum tíma í samantekt á gögnum. Miðað er við að þátttakendur hafi grunnskilning á Excel og hafi notað forritið áður. Námskeiðið er einfaldara yfirferðar en Excel II námskeiðið. Farið er hægar yfir og meiri tíma eytt í útskýringar.

Ásamt því að fara yfir fyrirspurnir frá þátttakendum verður farið yfir Excel vinnuumhverfið og hvernig hægt er að sérsníða það að þátttakendum og þeirra vinnu. Farið verður yfir uppbyggingu formúla með föstum og afstæðum tilvísunum og ýtarlega yfir valdar formúlur t.d. if, sumif, left, right, index, match, vlookup ásamt fleiri formúlum með og án eftirfarandi skilyrða <, =, >, &, * og ?.

Að loknu námskeiði fá þátttakendur lausnarskjal þar sem hægt er að rifja upp allt sem fór fram í námskeiðinu ásamt fjölda annarra aðgerða sem ekki var farið yfir.

Þátttakendur þurfa að koma með fartölvu, hleðslutæki og einnig væri gott að vera með USB tengda mús á námskeiðið.

Námskeiðið gefur ekki FLE einingar.


 

Upp


Miðvikudaginn 4. desember 2013 frá kl. 13:00-16:00

Excel II
Námskeiðið er fyrir þá sem vinna mikið með Excel og langar að geta nýtt sér möguleika þess enn betur. Á námskeiðinu verður farið yfir þær reikniaðgerðir og formúlur sem hvað mest eru notaðar í almennri Excel-vinnslu. Hver reikniaðgerð er útskýrð og farið yfir hvernig hægt er að hámarka notkunargildi hverrar formúlu.

Námskeiðið jafngildir hraðari yfirferð yfir Excel I námskeiðið, auk þess sem farið er yfir viðbótaratriði sem snúa að aðgerðum í Excel, svo sem hvernig á að fjarlægja endurtekningar í reitum, hvernig á að verja skrár með lykilorðum, búa til valmyndir, farið yfir valkvæða útlitshönnun (e. conditional formatting) og pivot töflur ásamt fjölmörgum öðrum aðgerðum, flýtilyklum og formúlum sem sparað geta mikinn tíma.

Að loknu námskeiði fá þátttakendur lausnarskjal þar sem hægt er að rifja upp allt sem fór fram í námskeiðinu ásamt fjölda annarra aðgerða sem ekki var farið yfir.

Þátttakendur þurfa að koma með fartölvu, hleðslutæki og einnig væri gott að vera með USB tengda mús á námskeiðið.

Námskeiðið gefur ekki FLE einingar.


 

Upp


Þriðjudaginn 10. desember 2013 frá kl. 9:00-12:00

Ársreikningalög
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu reglur laga nr. 3/2006 um ársreikninga. Námskeiðið hentar mjög vel fyrir þá sem vilja rifja upp helstu reglur ársreikningalaga á einfaldan og hnitmiðaðan hátt.

Námskeiðið gefur 3 FLE einingar í flokknum reikningsskil og fjármál.

Upp


Þriðjudaginn 10. desember 2013 frá kl. 13:00-16:00

Lestur og túlkun ársreikninga
Hnitmiðað námskeið fyrir þá sem vilja bæta við þekkingu sína á reikningsskilum og lestri ársreikninga. Á námskeiðinu verður farið yfir grunnhugtök í reikningshaldi, uppbyggingu ársreikninga og samhengi rekstrarreiknings, efnahagsreiknings, eiginfjáryfirlits, sjóðstreymisyfirlits og skýringa, auk þess sem fjallað verður um kennitölur.

Námskeiðið gefur 3 FLE einingar í flokknum reikningsskil og fjármál.

Upp