Details

  • Service: Advisory
  • Type: Event, Press release
  • Date: 10/10/2012

Fundur um flugvallarmál 

Akureyrarbær, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og KPMG stóðu saman að fundi á Akureyri til að kynna skýrslu sem KPMG vann fyrir sjö sveitarfélög um framtíð innanlandsflugs.

Í skýrslu KPMG er lagt mat á áhrif þess ef miðstöð innanlandsflugs er flutt frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkur. Auk umfjöllunar um niðurstöður skýrslu KPMG flutti Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélagsins erindi um styrkleika svæðisins. Fundurinn sem var haldinn á Hótel KEA var afar vel sóttur og sköpuðust nokkrar umræður að loknum framsöguerindum.