Fróðleikur á fimmtudegi - þriðjudaginn 23. apríl 

Á næsta Fróðleik á fimmtudegi, sem haldinn verður þriðjudaginn 23. apríl nk. þar sem frí er á fimmtudeginum vegna sumardagsins fyrsta, verður fjallað um milliverðlagningu (e. Transfer pricing). Rifjað verður upp hvað milliverðlagning er og hvaða áhrif hún getur haft á fyrirtæki og ríkissjóð.

Þá munu sérfræðingar í milliverðlagningu frá KPMG í Hollandi fjalla um þróun reglna á þessu sviði hin síðustu ár og hver staðan er í dag. Einnig munu þeir fjalla um hvaða áhrif það getur haft á fjölþjóðleg fyrirtæki ef ekki er staðið rétt að því að fylgja reglum um milliverðlagningu í þeim ríkjum sem félögin starfa.


Á Íslandi eru ekki í gildi sérstakar skattareglur á þessu sviði en fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum að þess sé þörf. Því verður fjallað um hvaða helstu álitaefni eru uppi við setningu slíkra reglna og hver reynsla nágrannalanda okkar er í þessum efnum. 

 

Dagskrá:

 

Hvað er milliverðlagning?
Ágúst Karl Guðmundsson, Senior Manager á skatta- og lögfræðisviði KPMKG. Ágúst hefur starfað hjá KPMG frá árinu 2006 en áður starfaði hann hjá ríkisskattstjóra. Hann hefur aðstoðað nokkur af stærstu félögum Íslands á sviði milliverðlagningar. 

 

Þróun reglna á sviði milliverðlagningar og staðan í dag
Jeroen Dijkman, Senior Manager í milliverðlagningu hjá KPMG í Hollandi

Jeroen hefur starfað við þjónustu á sviði milliverðlagningar hjá KPMG í Hollandi og Bandaríkjunum frá árinu 2003. Áður en hann gekk til liðs við KPMG starfaði hann við milliverðlagningu hjá Siemens í Þýskalandi.

 

Þátttaka er án endurgjalds og veitir einingar hjá FLE.

 

Frekar um milliverðlagningu

Verðlagning á vöru og þjónustu milli tengdra aðila er nefnd milliverðlagning.


Stór hluti alþjóðlegra viðskipta fara fram milli tengdra aðila, t.d. móður- og dótturfélaga eða höfuðstöðva og útibús.


Í viðskiptum milli tengdra aðila er mikilvægt að verð séu ákveðin með þeim hætti að verð í viðskiptum þeirra sé ekki ósvipað því verði sem hefði myndast á markaði milli ótengdra aðila. Hinum tengdu aðilum er þannig ekki í sjálfsvald sett hvernig þeir ákveða verð í viðskiptum sín á milli.


Ekki hafa verið settar sértækar reglur um milliverðlagningu á Íslandi. Flest ríki OECD hafa hins vegar lögleitt umfangsmiklar reglur á þessu sviði.


Í nýlegri alþjóðlegir könnun um skattamál fjölþjóðafyrirtækja sögðu um 90% þeirra að milliverðlagning væri mikilvægasta málefnið er varðaði skattamál slíkra fyrirtækja.