Glærur frá fróðleik á fimmtudegi 16. maí 2013 

IFRS 10 Samstæðureikningar

 

Á fundinum þann 16. maí fór Jóhann I. C. Solomon, sérfræðingur í reikningsskilum yfir helstu reglur IFRS 10 og dæmi og álitamál sem snúa að beitingu þeirra. Á þessari síðu má nálgast glærur frá fundinum auk annars áhugaverðs efnis er tengist IFRS 10.

Yfirráð eru einn af hornsteinum reikningsskila sem gerð eru í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Staðallinn IFRS 10 endurskilgreinir hugtakið yfirráð og inniheldur nýjar reglur sem þarf að fara eftir við ákvörðun á því hvort yfirráð eru til staðar eða ekki. Í IFRS 10 eru ítarlegar leiðbeiningar um beitingu reglnanna í erfiðum tilvikum, svo sem þegar yfirráð eru til staðar án meirihluta atkvæðisréttar, þegar umboðstengsl koma við sögu og þegar félög eru þannig sett upp að atkvæðisréttur er ekki aðalatriðið við mat á því hver ræður. Fyrir vikið eru reglur IFRS 10 fleiri og flóknari en reglurnar sem hafa verið í gildi undanfarin ár.

 

Hér má nálgast glærur frá fundinum (PDF 10,4 MB)

Hér má nálgst flæðirit um IFRS 10 (PDF 314 KB)

Hér má nálgast einblöðunginn Time for Transition: IFRS 10 Consolidation (PDF 1,3 MB)