Details

  • Type: Press release
  • Date: 12/2/2013

Netöryggi fyrirtækja 

Starfsmenn KPMG unnu í sumar viðamikla úttekt á netöryggi á Íslandi, þar sem allar IP tölur landsins voru skoðaðar, auk þess sem 300 stærstu fyrirtæki og stofnanir landsins voru skoðuð sérstaklega. Í niðurstöðunum, sem kynntar voru á ráðstefnunni Hacker Halted í október síðastliðnum, kom í ljós að oft á tíðum er öryggi netkerfa hjá fyrirtækjum og stofnunum ábótavant með tilheyrandi rekstraráhættu.

Upplýsingakerfi eru samtvinnaður hluti af rekstri hvers félags og veikleikar í kerfum geta ollið allt frá minniháttar rekstrartruflunum yfir í rekstrarstöðvun eða orðsporshnekki, eins og stórt gagnatap og þjófnaður trúnaðarupplýsinga.

Við höfum aðstoðað fjölmörg fyrirtæki við greiningu á mögulegum veikleikum í net- og upplýsingakerfum og veitt fjölbreytta þjónustu sem miðar að því að aðstoða stjórnendur við að tryggja öryggi upplýsingakerfa, gagna og við að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru af opinberum aðilum.


Meðal þjónustu KPMG

Í þeim tilvikum sem grunur leikur á að brotist hafi verið inn í tölvukerfin, þá getum við aðstoðað við að greina hvort og þá hvernig var brotist inn í kerfin og ennfremur hvort gagnaleki hafi átt sér stað.  

 

Nánari upplýsingar veitir:

Davíð Kr. Halldórsson

Verkefnastjóri

Sími: 545 6134

Netfang: dhalldorsson@kpmg.is