Endurmenntunarstefna KPMG 

Fræðsla og símenntun er einn af hornsteinum í starfssemi KPMG. Gert er ráð fyrir því að starfsmenn nýti að lágmarki 120 klukkustundir til þekkingaröflunar á hverju þriggja ára tímabili. Hjá KPMG er lögð rík áhersla á hagnýta og faglega þekkingu sem eykur verðmæti þeirrar þjónustu sem félagið veitir. Gæðakröfur til fræðslustarfs eru því miklar og gert er ráð fyrir því að fræðslan sé arðbær fjárfesting fyrir félagið og þátttakendur.

 

Starfsmenn bera ásamt stjórnendum ábyrgð á sinni endurmenntun. Hverjum og einum starfsmanni ber að fylgjast með og meta reglulega eigin þörf fyrir endurmenntun og hafa frumkvæði að þekkingaröflun sinni. Öll fræðsla skal vera skráð og staðfestanleg.

 

Löggiltum endurskoðendum sem vinna hjá KPMG ber einnig að sinna endurmenntunarskyldu sinni samkvæmt þeim reglum sem um það fjalla.