Launavinnsla 

Aukning hefur orðið á að bæði stórir og smáir rekstraraðilar fái utanaðkomandi aðila til að sjá um launaútreikninga hvort sem er að hluta til eða öllu leyti. Ástæðan er meðal annars að launaútreikningur er oft flókinn og ekki síður sú launaleynd sem oft er krafist að viðhöfð sé í fyrirtækjum. Við fylgjumst með öllum þeim breytingum sem eiga sér stað hjá hinu opinbera sem og lífeyrissjóðum og stéttarfélögum og gerum uppfærslur í takt við þær breytingar.

Launaútreikningar

Við reiknum launin, sendum launþega launaseðla rafrænt eða á pappír og sjáum um millifærslu launa sé þess óskað. Færsluskjal fyrir bókhald er sent til þess aðila sem sér um bókhaldið.

 

Skýrsluskil til skattyfirvalda

Sendum skilagreinar staðgreiðslu, tyrggingagjalds, meðlags og skatta til skatttyfirvalda og sjáum um millifærslu sé þess óskað.

 

Skilagreinar til lífeyrissjóða og stéttarfélaga

Sendum lífeyrissjóðum og stéttarfélögum skilagreinar og sjáum um millifærslu sé þess óskað.

 

Launamiðar

Í árslok eru útbúnir launamiðar og þeir sendir skattyfirvöldum og launþegum. Ef viðskiptavinurinn færir sjálfur fjárhagsbókhald sitt sendum við honum dagbókarskrá yfir launavinnslur annað hvort til innsláttar eða í rafrænu formi til innlestrar.


Skiladagur launamiða 2014 er 10. febrúar.

 

Tengiliðir

Olgeir Jón Þórisson

Verkefnastjóri

Sími: 545-6106

othorisson@kpmg.is

 

Halldóra Jakobsdóttir

Sérfræðingur

Sími: 545-6062

hjakobsdottir@kpmg.is

 

Feature image

Um okkur

Við uppgjör og bókhald hjá  KPMG starfar vel þjálfað og reynslumikið fólk. Upplýsingar um hver við erum og hvar má finna hér.