Gjaldeyrismál 

Ef spurningar vakna í sambandi við gjaldeyrismál getur þú leitað ráðgjafar hjá sérfræðingum KPMG.

Gjaldeyrisviðskipti hafa verið háð takmörkunum frá hruni bankakerfisins haustið 2008. Hinn 28. nóvember 2008 voru settar reglur um gjaldeyrismál sem hafa verið endurskoðaðar nokkrum sinnum, nú eru í gildi reglur nr. 370/2010. Með setningu reglnanna var öllum höftum á gjaldeyrisviðskiptum vegna vöru og þjónustuviðskipta aflétt, en teknar upp strangari takmarkanir á fjármagnshreyfingar á milli landa og gjaldeyrisviðskipti sem þeim tengjast.

 

Markmið reglna þessara er að takmarka eða stöðva tímabundið tiltekna flokka fjármagnshreyfinga og gjaldeyrisviðskipti sem þeim tengjast til og frá landinu sem valda að mati Seðlabanka Íslands alvarlegum og verulegum óstöðugleika í gengis- og peningamálum. Brot á reglunum getur leitt til fjársekta eða fangelsisvistar.

 

KPMG hefur veitt viðskiptavinum sínum aðstoð við túlkun á reglunum frá setningu þeirra. Þá hefur KPMG aðstoðað viðskiptavini með undanþáguumsóknir frá reglunum með góðum árangri.

Tengiliðir

Tengiliðir
Soffía E. Björgvinsdóttir

Hdl. / Partner

Sími: 545-6089

sbjorgvinsdottir@kpmg.is

Feature image

Ágúst Karl Guðmundsson

Hdl. / Partner

Sími: 545-6152

akgudmundsson@kpmg.is