KPMG er net sérfræðifyrirtækja er hafa það að markmiði að breyta skilningi á upplýsingum, atvinnugreinum og þróun á sviði viðskipta í verðmæti.

Þjónusta 

Megintilgangur KPMG á Íslandi er að veita fyrirtækjum og einstaklingum á Íslandi sérhæfða þjónustu á sviði endurskoðunar og ráðgjafar sem grundvallast á áreiðanleika, ítrustu fagmennsku og öryggi. Vel þjálfað starfsfólk er opið fyrir innlendum og erlendum straumum nýrrar þekkingar og byggir allt sitt starf á að viðskiptavinurinn sé í fyrirrúmi.

Endurskoðunarsvið

Örar breytingar á öllum sviðum samfélagsins bæði innanlands og á alþjóðavettvangi gera miklar kröfur til starfsfólks okkar, aðferðafræði og kerfa um að unnt sé að bregðast skjótt við breytingum til að tryggja viðskiptavinum okkar bestu fáanlega endurskoðunar-þjónustu á hverjum tíma.

Skatta- og lögfræðisvið

Starfsfólk skatta- og lögfræðisviðs KPMG býr yfir þekkingu og reynslu á þessu sviði sem nýst getur bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Þjónusta okkar hentar fyrirtækjum óháð stærð og hvort sem er á heimamarkaði eða í alþjóðlegri starfsemi.

Ráðgjafarsvið

Á ráðgjafarsvið veitir starfsfólkið fyrirtækjum hérlendis sem og erlendis alhliða fjármálaþjónustu. Þjónusta ráðgjafarsvið er byggð á alþjóðlegu þjónustuframboði KPMG og er veitt samkvæmt alþjóðlegum gæðakröfum.

Uppgjörs- og bókhaldssvið

Á uppgjörs- og bókhaldssviði KPMG starfar vel þjálfað og reynslumikið fólk. Meðal annars löggiltir endurskoðendur, viðurkenndir bókarar ásamt starfsfólki sem hefur mikla reynslu af uppgjörum og hefur yfirsýn yfir flestar tegundir atvinnurekstrar í landinu. Dæmi um þá þjónustu sem boðið er uppá er bókhald, uppgjör, gerð ársreikninga, skattskil og launavinnsla.

Skrifstofur og starfsstöðvar KPMG á Íslandi

Síminn á skiptiborði KPMG er: 545 6000 Hér má finna upplýsingar um skrifstofur og starfsstöðvar KPMG víðsvegar um landið og nöfn starfsmanna á viðkomandi stað.

Fréttir - tímarit KPMG á Íslandi

Fréttir - tímarit KPMG á Íslandi
KPMG á Íslandi gefur út fréttablað sem kemur um fjórum sinnum á ári. Í þessum blöðum er komið víða við, með viðtölum, greinum og öðru áhugaverðu efni.