Áætlanagerð 

Áætlanagerð og vinna hennar er lykilatriði í rekstri fyrirtækja. Tilgangur áætlanagerðar er að byggja grunn til ákvarðanatöku stjórnenda, markmiðasetningu og greina fjárþörf fyrirtækisins. Áætlanagerð er mikilvægt stjórntæki fyrir stjórnendur til að fylgjast með kostnaði, sölu og greina frekari tækifæri til umbóta. Markmiðasetning og mælikvarðar eru unnir út frá rekstraráætlun og metnir út frá stöðu fyrirtækisins hverju sinni. Greining á þeim sýnir hvort fyrirtækið er að ná ætluðum árangri eða ekki.
Góð áætlanagerð og niðurstöður sýnir stjórn fyrirtækisins, lánveitendum og fjárfestum fram á rétta og áreiðanlega stöðu fyrirtækisins hverju sinni.

Við gerð áætlunar er mikilvægt að leita svara við því hverju áætlanagerðin á að skila og hverjir munu styðjast við áætlanagerðina. Þegar þessum spurningum hefur verið svarað er hægt að meta nauðsynlega dýpt áætlunargerðarinnar.

 

Ávinningur af breyttri áætlanagerð?

  • Trúverðug samskipti við fjárfesta.
  • Betra viðbragð við óvæntum atburðum.
  • Betri innsýn í rekstrareiningar félagsins.
  • Fjármálasviðið hluti af virðiskeðjunni.
  • Allir í fyrirtækinu standa á bakvið áætlanir.
  • Árangursdrifin menning.

 

Öflugt áætlanaferli KPMG:

 

 

Smelltu hér til að stækka myndina

 

 

 

Nánari upplýsingar veitir:

Benedikt K. Magnússon

Partner

Sími: 545 6236

Netfang: bmagnusson@kpmg.is