Endurskoðun 

Það er markmið KPMG á Íslandi að veita endurskoðun í hæsta gæðaflokki. Það krefst þess að endurskoðandinn sé áhættumiðaður við skipulag vinnu sinnar, þjónustulundaður, bregðist fljótt við breytingum og vinni á skilvirkan hátt.

 

Nánari upplýsingar:

Nánari upplýsingar:

Guðný Helga Guðmundsdóttir

Partner og sviðsstjóri endurskoðunarsviðs

Sími 545 6091

Netfang: ghgudmundsdottir@kpmg.is

Svo þessum markmiðum sé náð notar KPMG sömu endurskoðunaraðferðir alls staðar í heiminum sem tryggja eiga viðskiptavinum samskonar þjónustu í hæsta gæðaflokki hvar sem er í heiminum.

 

Endurskoðunaraðferðir KPMG byggja á mati á þeirri áhættu sem viðskiptavinurinn stendur frammi fyrir í rekstri sínum og þeim áhrifum sem slík áhætta gæti haft á reikningsskil. Þetta krefst þess að endurskoðandinn hafi góðan skilning á rekstri viðkomandi fyrirtækis og því umhverfi sem það starfar í.

 

Skipulag endurskoðunarinnar er unnið í nánu samstarfi við viðskiptavininn þar sem komist er að sameiginlegri niðurstöðu um hvaða áhættu reksturinn stendur frammi fyrir. Slík áhættugreining er grundvöllur að skipulagi endurskoðunarvinnunnar. Við leggjum mikla áherslu á að við lok endurskoðunarinnar sé komið á framfæri við stjórnendur þeim upplýsingum sem við höfum aflað okkur við vinnu okkar og mega koma þeim að gagni.

 

KPMG hefur byggt upp öflugt gæðaeftirlitskerfi sem ætlað er að tryggja að viðskiptavinir okkar fá þá bestu þjónustu sem völ er á. Við viljum:

  • veita þjónustu sem er í samræmi við væntingar viðskiptavinarins eða betri
  • vera til reiðu þegar viðskiptavinurinn þarfnast okkar
  • vinna á markvissan og skilvirkan hátt.

 

Áritun endurskoðenda – breytingar framundan

Feature image
Stundum hefur heyrst sú skoðun fjárfesta að áritun endurskoðenda mætti innihalda meiri upplýsingar. Upplýsingar um ábyrgð endurskoðenda mættu vera ítarlegri og gott væri að hafa meiri upplýsingar um hvað aðgerðir þeirra fólu í sér og hvaða liði í ársreikningnum þeir töldu ástæðu til að skoða betur en aðra.